sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Benedikta Þorsteinsdóttir 1920-2011 – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.28 13/5

Benedikta Þorsteinsdóttir myndMinningarorð um Benediktu Þorsteinsdóttur, sem jarðsungin var frá Neskirkju 13. maí, eru hér að neðan og hægt er að hlusta á flutning þeirra í útförinni með því að smella á þessa smellu.

Í Jóhannesarguðspjalli standa orð, sem Marteinn Lúther kallaði Litlu Biblíuna. “Því svo elskaði Guð…” Hvað elskaði Guð? “Því svo elskaði Guð heiminn…” Af hverju? Til að opna blessunarveg eilífs lífs. Þetta er málið um elskuna, sem gerir heiminn góðan og öruggan, bægir burtu kvíða og blessar allt. Þetta er jákvæðni Guðs að meta alla, elska fólk, gæta veraldar og vekja hug fólks til góðs lífs. Svo opnar Guð fangið með elskusemi gagnvart öllum og þannig var Benedikta Þorsteinsdóttir líka.

Áfram…

Að elska og gæta

Sigurður Árni Þórðarson @ 22.42 9/5

Jesús góði hirðirinnAð við fæðumst nakin eru engin tíðindi. Börn deyja ekki á Íslandi vegna klæðleysis. Föt eru líkamsklæði, en menning er andleg klæði okkar. Í prédikuni frá öðrum sunnudegi eftir páska var rætt um dætur Jesú, ást og aðgát, í menningunni og þar með lífinu. Þessi prédikun er aðgengileg í tveimur útgáfum. Að baki þessari smellu er hægt að nálgast textann en að síðan er hljóðupptaka sem hægt er að hlusta ef smellt er á þessa smellu.

Engill í húsi

Sigurður Árni Þórðarson @ 08.21 3/5

Hús DrottinsÉg á fimm börn og þau eru gimsteinar. Þegar yngstu drengir mínir, tvíburar sem nú eru fimm ára, fæddust hafði ég næði til að íhuga hvernig börn geta breytt heiminum. Fyrstu vikurnar hleyptum við, heimilisfólkið, ekki streitu að okkur. Váleg tíðindi og vondum fréttum var haldið utan húss. Löngun að kveikja á sjónvarpsfréttum þvarr og útvarpsfréttir hljómuðu lágstemmt. Það var helst að ég fletti netmiðlum á skjánum til að skima fréttayfirlitin, þó ekki væri nema til að fylgjast með gengi minna manna í enska og spænska boltanum! Áfram…

Ekkert að sjá

Sigurður Árni Þórðarson @ 21.10 24/4

ljósleiðHorfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þörngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína. Birtingur heimsins í páskum, hver er hann? Þú og páskar eigið margt sameiginlegt og með því að hugsa um þitt eigið líf getur þú kafað í djúp hins guðlega veruleika. Prédikun í morgunmessu páska er að baki smellunni. Hægt er einnig að hlusta á ræðuna með því að smella þessa slóð.


María

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.36 11/4

GuðsgeisliSuma daga er Neskirkja rökkvuð, en aðra daga litrík. Aldrei þó ofurbjört, jafnvel á ljósum dögum. Altarisglugginn er við suðurgafl kórsins. Gluggaskipan hússins er slík að ljósgjafar, gluggar og lampar, eru faldir og fólk frammi í kirkjunni sér ekki stóra kórgluggann því hann er í hvarfi frá söfnuðinum. En þótt þessi risagluggi, sem er yfir fjörutíu fermetrar, sé utan sjónsviðs er hann aðalfarvegur dagsbirtu inn í kirkjuhúsið. Hægt er að hlusta á upptöku Rúv með því að smella á María. Áfram…

Fermingargjöfin í ár

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.25 11/4

FermingFermingarungmenni eru ekki hlutafrík heldur hamingjufólk. Unglingar slá vissulega ekki hendi á móti pakka, en mikilvægast er þeim hið góða líf. Þau vilja hamingju fremur en dót. Þessi pistill birrtist í Fréttablaðinu 5. apríl 2011 og sama dag á tru.is.

Áfram…

Loksins?

Sigurður Árni Þórðarson @ 11.24 28/3

IMG_0980Í gærkvöldi vorum við feðgar að undirbúa svefn. Tannburstun og allar hestu athafnir kvöldsins voru framkvæmdar að venju. Eitt var öðru vísi en venjulega. Annar sona minna fór að tala við sjálfan sig. ”Ég þarf að tala við Guð um nóttina, um daginn á morgun.” Og svo hélt hann áfram að minna sig á viðræuefnin við Guð. Þegar hann var búinn að tuldra og tala við sína eigin sál byrjaði hann að tala við Guð, sem hann ávarpar gjarnan með með kæri: ”Kæri Guð….” og svo kom alveg eðlileg samræða um öll þau mál sem hann var búinn að ræða við sinn innri mann. Hugvekja frá 27. mars 2011 er hér að baki. Hægt er að hlusta á flutning hennar með því að smella á þessa slóð. Áfram…

Flott hjá þér

Sigurður Árni Þórðarson @ 21.30 22/3

IMG_0776Fjölskylda mín fór fyrir skömmu til Ameríku. Við lentum í Seattle og ég átti von á hefðbundinni stórflugvallafýlu starfsmanna, sem tækju út pirring sinn á okkur ferðalöngum. Nei, ónei. Elskulegt fólk mætti þreyttum útlendingum. Einn sagði með hlýju í augum “verið velkomin” og annar sagði “njótið verunnar í Bandaríkjunum.” Takk, þetta var óvænt móttaka. Smáfólkið fékk líka sinn skammt, “fínn hattur” og “falleg peysa.” Jákvæðnin var skýr og almenn. Áfram…

Klassík

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.47 27/2

DSC08806Biblían er ekki google-græja fyrir þau, sem leita þekkingar um uppruna heimsins eða genamengi manna. En hún er leiðarvísir fyrir þau sem leita að nýju og betra lífi. Biblían er ekki lögbók eða sniðmát um leyfilegar hugsanir og lágmarks siðferði. Biblían er um Guð, líf, leið og hamingju. Biblían er alltaf á leið út úr skápnum og inn í lífið.

Prédikun á 2. sunnudag í níu vikna föstu, biblíudeginum, 27. febrúar 2011 er að baki þessari smellu.

Kyssuber

Sigurður Árni Þórðarson @ 16.42 22/2

Kirsuber sáMarteinn Lúther var einu sinni spurður hvað hann myndi gera ef hann vissi að heimsendir yrði að morgni. Siðbótarmaðurinn var vitur og kenndi líftengda guðfræði og svaraði: “Ég myndi planta eplatré.” Gagnvart áþján, kvíða, hörmungum, spillingu – þessum hefðbundnu heimsendum – eru fá meðul betri en að efla lífið með ræktun. Ávaxtaræktun er aðeins til góðs. Enginn skyldi heldur óttast, að ávaxtatrén muni yfirtaka náttúru Íslands. Kyssuber, já takk.

Ofurhetja

Sigurður Árni Þórðarson @ 21.21 13/2

ofurhetjaOfurhetjur örva ímyndunarafl og þjóna þrá fyrir ævintýri. Við höfum þörf fyrir öryggi, að einhverjir hjálpi okkur þegar við lendum í vanda. Ofurhetjur tjá þrá, en leysa hana ekki. Jesús, hins vegar, er ekki tjáning þrár, heldur sýnir hvernig vandinn er leystur og hvaða leið er fær. Ofurhetjur birtast ekki í raunveruleikanum, en það gerir Jesús Kristur hins vegar. Veruleiki hans er veruleiki heimsins, fólks og okkar allra. Ofuhetjurnar tjá óskir í dulvitund, en Jesús er veruleiki lífsins. Prédikun á ummyndunarsunnudegi, síðasta sunnudegi eftir þrettánda, 13. febrúar, 2011, er að baki smellunni.

Sóley Tómasdóttir – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 16.52 4/2

soleyBrekkusóley, jurtadjásn í íslenskri náttúru. Söngur þessa ljóðs Jónasar Hallgrímssonar kveikir liti í huganum, færir jafnvel lykt úr móa sumarsins í vit okkar. Og það er gott að hugsa um blóm þegar hvítt ríki vetrarins heldur fast, að leyfa unaðinum að koma til okkar og vinna gegn kulda, svörtum og hvítum litum þessa tíma. Smávinir fagrir, smávinir sem eru foldarskart. Og svo sprettur fram hin þokkafulla og elskulega bæn Jónasar fyrir þessum reit. Við getum skilið með okkar skilningi, verið náttúruverndarsinnar, menningarsinnar, lífsinnar – og samþykkt þessa umhyggjusömu tjáningu:

Áfram…

Amen

Sigurður Árni Þórðarson @ 18.09 30/1

durerSnemma í morgun reis sonur minn allt í einu upp í rúmi sínu og sagði við sjálfan sig. “Það er svo dimmt, ætli dagurinn komi ekki?” Svo heyrðum við, foreldrar hans, að hann sagði við sjálfan sig. “Ég ætla að biðja Guð um daginn.” Björt og einlæg barnsrödd hljómaði í myrku herberginu: “Góði Guð viltu taka nóttina og senda okkur daginn.” Þar með var bænin flogin, einlægni hjartans tjáði frumþætti, myrkur og birtu, nótt og dag. Á milli var barn og Guð. Einlægnin náði til hjarta míns og örugglega til Guðs líka. Dagurinn kom. Það var undursamlegt að heyra hve drengurinn talaði einlæglega við Guð himins og jarðar, dags og nætur. Hann mun voandi megna að tjá bænir sínar í lífinu, segja sitt Amen og lifa í bænaranda. Áfram…

Ha – hvað?

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.15 16/1

Á skriðteppiÞað er ekki bara skotið á handboltamörk þessa dagana heldur er Júróvisjónundirbúningurinn hafinn. Fyrsti hlutinn byrjaði í gærkvöldi. Manstu hvert var Júróvisjonlag Íslendinga árið 1986? Það var Gleðibankinn. Þar segir: „Þú leggur ekki inn í gleðibankann tóman blús.“ Ýmsir hafa hins vegar sungið þetta svona:” Þú leggur ekki inn í gleðibankann tóma krús.“ Og það er munur á krús og blús. Börn læra oftast texta hratt og hika ekki við að segja vitleysur. Eftiröpunin er þáttur í máltöku, en misheyrn þeirra getur oft verið fyndin. “Faðir vor” hefur oft orðið í munni barna að: “Það er vor…!” Misheyrn og ruglingur er ekki bara mál ungviðis, heldur hendir fólk á öllum aldri, í söng og tali. Áfram…

Kirkjan og framtíðin

Sigurður Árni Þórðarson @ 23.23 12/1

IMG_0404Hvert er kall tímans og hvernig svörum við áraun og aðstæðum lífs og samfélags?  Kirkjan – rétt eins og þjóðir – glímir við sögu sína og þarf að gera upp. Hvað verður? Það var skemmtilegt að ræða um kirkju og framtíð við presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Ég flutti fyrirlestur á fundi presta 12. janúar 2011 og ræddi um strauma tímans. Ýmis mál voru ydduð til að vekja umræður og umræðan varð gjöful. Margir lögðu hugmyndir og rök inn í umræðuna. En upphafsorð mín, inngangur umræðunnar er á upptöku að baki þessari smellu.

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli