sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Salt og ljós fyrir lífið

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.49 6/11

IMG_0698Jesús sagði ekki að við ættum að ganga um og safna nammi, heldur væri hlutverk okkar að verða krydd, selta veraldar. Hann sagði ekki að við ættum setja ljósið okkar inn í grasker heldur leyfa því að lýsa öðrum. Við erum ljósasól á fjalli í sambandi við orkubú veraldar. Prédikun Sigurðar Árna á allra heilagra messu, bæði texti og hljóðskrá, er að baki þessari smellu.

Erlingur E. Halldórsson – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 19.34 23/10 + 1 ath.

erlingur e halldórssonÍ síðustu bók Biblíunnar segir: “Í hægri hendi hans, er í hásætinu sat, sá ég bók, skrifaða innan og utan, innsiglaða sjö innsiglum. Og ég sá sterkan engil, sem kallaði hárri röddu: ,,Hver er maklegur að ljúka upp bókinni og leysa innsigli hennar?” (Op. Jóh. 5.1-2) Opinberunarbók Jóhannesar er merkilegt og margrætt rit. Þýðing hennar og túlkun er ekki einhlít? Bækur eru margar í heimi Biblíunnar. Orðið biblia er grískt og í ft og þýðir einfaldlega bækur. Í því bókasafni er síðan rætt um alls konar bækur og mikilvægi þess að rita niður það sem máli skiptir. Þar er talað um lífsins bók og bók sannleika. Áfram…

Að vera

Sigurður Árni Þórðarson @ 18.57 23/10

epliðÞað er búið að narta í Apple-lógið. Eplið minnir okkur á Edensöguna. Mannfólkið vill vita meira, víkka út vitund, nýta möguleika. Svo lærum við að lífið er hverfult. Steve Jobs, ríki unglingurinn og Kazanzakis sáu margt, nutu margs og urðu að svara meginspurningum. Við erum í þeirra sporum líka. Standa eplabitarnir í okkur eða lærum við að njóta ávaxta lífsins – að vera? Að vera – eða að gera – hvort hentar betur til að öðlast lífshamingju og ná raunverulegum árangri í lífinu. Er kannski fleira í boði en epli, kannski heil ávaxtakarfa? Prédikun Sigurðar Árna 23. október 2011, bæði texti og hljóðskrá, er að baki smellunni.

Oddný Ólafsdóttir – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.54 30/9

OÓ_sumar 2011Tvær myndir af Oddnýju Ólafsdóttur eru á sálmaskránni, önnur nýleg, en hin af henni ungri. Myndaalbúm fjölskyldu Oddnýjar sýna marga þætti í sögu hennar og veita innsýn. Svo átt þú líka í huga þér minningar og myndir – og ástvinir, ættmenni og vinir geyma í sínu hugskoti enn aðrar. Hver er mynd þín af Oddnýju? Er það mynd af hannyrðakonu við að prjóna perlusettar handstúkur? Er hún gáskafull til augna? Áfram…

Trúir þú á kraftaverk?

Sigurður Árni Þórðarson @ 13.37 26/9

BetesdakraftaverkiðÞegar allt er á floti í íbúðinni okkar og rafmagnið slær út hringjum við ekki í rafvirkjann! Vænlegra er að hafa samband við píparann. Það getur auðvitað verið tilefni til að hringja í sálfræðing ef við keyrum út í móa. En ef einhver er slasaður hringjum við í 112 – nú eða dráttarbíl ef bíllinn er bara fastur. Ef við erum gjaldþrota eða erum með fjármálin í graut ættum við ekki fyrst af öllu að rjúka út í búð til að kaupa happdrættismiða. Þegar allt er hrunið fara sumir í örvæntingu sinni og kaupa lottómiða og vona að kraftaverkið verði, peningarnir komi hrynjandi Áfram…

9/11 Kristnir og múslimar

Sigurður Árni Þórðarson @ 10.41 12/9

kristnir-og-muslimarKristnin hefur lagt áherslu á manngildið, en það gera múslimar líka. Friðarsókn og virðing fyrir lífinu er í grunni allra trúarbragða heimsins. Kristnir vilja ekki hryðjuverk og ofbeldi, en það vilja múslimarnir ekki heldur. 11. september 2011 voru tíu ár liðin frá voðaverkum í Bandaríkjum Norður Ameríku og í hugvekju messunnar þennan dag var íhugunarefnið kristni, Islam, samskipti fólks af ólíkri trú og lífsskoðunum. Samskipti fólks af ólíkri trú er mikilvægt efni og varðar ekki bara persónur heldur samfélög og heimsbyggðina miklu. Hugvekjuna má lesa og hlusta á að baki smellunni.

+fólk og -fólk

Sigurður Árni Þórðarson @ 08.48 6/9

IMG_5293Marx, Nietsche og Freud kenna okkur tortryggni og Ricoeur endurheimt. Að skafa burtu kalkvistina er nauðsyn en þörf á að greina hið lífvænlega frá hinu dauða.

Jesús kennir okkur að tortryggja vitleysur en að sjá veröldina með ástaraugum Guðs. Við megum gjarnan læra af Jesú Kristi listina að sjá fólk og veröldina. Já, hvernig horfir þú á fólk – er það með mínus eða í plús?

Prédikun mín í Neskirkju 4. september er að baki þessari smellu. Græna tímabilið er hálfnað, sunnudagurinn var sá 11. eftir þrenningarhátíð.

Þórunn Friðriksdóttir – Tóta – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.16 30/8

Þórunn Friðriksdóttir3litHverjir eru bestir? Þannig hljóma köllin meðal stuðningsmanna og svarið kemur viðstöðulaust – KR – alla vega í vesturbænum. Og þannig er stemmingin oft á vellinum – ekki bara hér, heldur um land allt og reyndar um allan heim. Lið og einstaklingar fara út á völl til að skemmta sér, gera sem best, skila sínu og auðvitað til að vinna. Og það er hluti af þjálfuninni, að láta ekki jafntefli eða tap eyðileggja móralinn og reyna að gera betur næst, láta mótlætið bara styrkja og magna til átaka og sigurs.

Hljóðskrá er að baki þessari smellu:

Áfram…

Vei þér, vei þér…

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.41 28/8

RósinJesús leitaði ekki eftir að menn álitu hann ofuregó veraldar, stærsta strákinn, óháða snillinginn, heldur var sjálf hans helgað æðri og skilgreinandi veruleika, sem varðaði fjölskyldu, vini, þjóð og alla veröldina. Sjálf og líf hans varð farvegur, tilvísun og tákn um erindi Guðs. Prédikun í Neskirkju 28. ágúst 2011 fjallði um dóm, mannskilning, hlutverk og hvernig Jesús skildi hlutverk sitt og þjónustu. Prédikunina má nálgast bæði sem hljóðskrá og texta að baki þessari smellu.

Einnig er hægt hlusta á flutning prédikunarinnar með því að smella á þennan hljóðsmára: 

Margrét Sigurðardóttir – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 15.29 26/8

Margret SigurdardottirMargrét kom oft í Neskirkju. Hún kom inn í guðshúsið með virðulegum glæsileik, reisuleg og svipfalleg. Af henni stafaði elskusemi og hlýja í samskiptum. Hún brást við kveðju með geislandi brosi og fór svo til sætis síns reiðubúin og kunnáttusöm í að njóta helgi og næðisstundar í þessu hliði himinsins. Alltaf var kyrra yfir Margréti, alltaf reisn og birta. Svo byrjuðu messurnar, blái glugginn hleypti bláma sínum inn í kirkjuna. Margrét var kona blámans og litur Maríu Guðsmóðir í kirkjulistinni er blár. Og Margrét kunni ágætlega að meta Maríutónlistarhefðina. Við njótum þessa í dag. Áfram…

Ragna Ólafsdóttir – Minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.14 22/8

DSC00899

Hljóðskrá er að baki þessari smellu:

Ragna skokkaði yfir kartöflugarðinn á milli húsa síðastliðina Þorláksmessu. Hún var á leið í gleðskap í húsi mínu eins og hún gerði síðustu fimm ár, en við vorum nágrannar og garðar okkar liggja saman. Margir komu þennan dag, en enginn var glaðari eða hláturmildari en Ragna þennan dag. Hún skildi eftir í húsi okkar undur, sögur, hlátra og fögnuð. Skömmu síðar bárust henni tíðindi, sem breyttu lífi hennar. Mein hafði búið um sig og dró hana til dauða 10. ágúst.

Ragna var góður viðmælandi. Augnatillitið, hlýjan og brosið lifði áfram þegar samtali lauk, alltaf var maður ofurlítið glaðari eftir samræður. Áfram…

Sævar Ciesielski og grjótkastið

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.33 17/7

grjótÁ miðju sumri, í birtu, yl og vellíðan erum við minnt á átakanleg mál. Guðspjallstextinn í 8. kafla Jóhannesar varðar hórdóm, harðýðgi, lævíslega tilraun til að flækja Jesú í snörum lagatúlkunar en líka stórkoslegt björgunarafrek. Jesús hafði tamið sér reglu í hvenig hann túlkaði lög. Mannareglur – áleit hann – ættu að vera í þágu lífins en ekki valda og dauða. Áfram…

Sigurbjörn 100

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.49 3/7

Sigurbjörn og Jón KristjánÞjóðkirkja Íslands er á ferð og glímir við breytingar. Sigurbjörn Einarsson 100 – nú eru alger skil orðin. Með fráfalli hans og fæðingarafmæli er tuttugustu öldinni endanlega lokið í kirkjulegum skilningi. En Jesús Kristur er á ferð og á erindi við Íslendinga. Á aldarafmæli Sigurbjörns Einarssonar er prédikun um Jesú, Sigurbjörn og fjórðu leið kirkjunnar. Prédikun í útvarpsmessu í Neskirkju 3. júlí, 2011 að baki smellunni bæði sem texti og sem hlóðupptaka.

Upp er niður

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.43 22/5

Hægt er að finna hjóðskrá að baki smellunni:

Í gær naut ég þeirra forréttinda að gifta í Hallgrímskirkju. Kirkjuathöfnin var vel undirbúin og til alls var vel vandað. Sálmarnar voru góðir, textarnir inntaksríkir og lögin lyftandi. Svo voru verk Rachmaninov og Duruflé flutt og hrifu. Fjórar brúðarmeyjar glönsuðu og bleikar bóndarósir í vöndum kvennanna og á barmi brúðgumans voru slándi fagrar. Brúðurin hafði sjálf saumað kjólinn sinn og hann var flottur. Brúðhjónin höfðu sent prestinum umsagnir um hvort annað. Samráð var bannað og því vissu þau ekki hvað hitt sendi. Það var gleðilegt og hrífandi að lesa umsagnir þeirra. Virðing, umhyggja, hrifning, kímni og þakklæti fyrir makann blasti við í báðum skeytum. Áfram…

Bjarni Ólafsson – Minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.31 22/5

BjarniJá, Bjarni var áræðinn og hugmyndaríkur. Hann var höfðingi í samskiptum, gestrisinn, veitull, stefnufastur, rásfastur, rausnarlegur, hugmaður, fylginn sér, söngvin, músíkalskur og völundur. Útför Bjarna Ólafssonar, lektors, var gerð frá Neskirkju fimmtudaginn 19. maí, 2011. Minningarorðin eru hér að neðan. Einng má heyra þau flutt með því að smella á þessa slóð.

Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli