sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Dóra Ketilsdóttir – minningarorð

18.36 14/6/12 - 0 ath.

Dóra Ketilsdóttir2-1Doja var gjafmild. Hún gaf af sér og gaf öðrum. Og svo er gjöf í nafninu hennar líka. Á grískunni þýðir dora einfaldlega gjöf, svo hún bar nafn með rentu. Gjafmildi og gjafageta einkenndi Doju – hún var Dóra – kona gjafanna í lífinu. Og hvernig er nú boðskapur kristninnar, boðskapur Jesú, skilaboð Guðs? Litla Biblían í Jóhannesarguðspjalli hljóðar svo: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Áfram…

Anna Ósk Sigurðardóttir – minningarorð

14.06 10/5/12 + 1 ath.

Anna Ósk SigurðardóttirHljóðskrá – upptaka minningarorða, 10. maí 2012.

Af hverju ríkir þessi jákvæðni? Af hverju talar fólkið hennar Önnu svona vel um hvert annað? Af kynnum af fjölskyldu hennar hefur mér lengi verið ljóst, að einhver lind hlýtur að næra þá mannvirðingu, sem kemur fram í þessu fólki og hvernig þau umgangast hvert annað. Það er engin knýjandi þörf að búa til helgimynd af fjölskyldunni og lýsa þessu fólki sem flögrandi englum. Þau geta alveg hnippt í hvert annað, skemmt um hið kostulega og kátlega, en þau standa saman og með jákvæðni. Hvað er það sem veldur?

Áfram…

Magnús Vilhjálmsson – minningarorð

12.13 14/3/12 - 0 ath.

Magnús VilhjálmssonGóðir smíðisgripir heilla. Timburskipin voru mörg listasmíð. Fagurt handverk leitar á hugann og laðar fram tilfinningar. Fallegir smíðisgripir vekja aðdáun. Og það er eitthvað stórkostlegt við það sem vel er gert, höfðar til dýpta í okkur, opnar sál og dekrar við vitund. Fegurðarskyn fólks er vissulega mismunandi en í öllum mönnum býr geta til skynjunar og túlkunar hennar. Og þessi geta er okkur gefin í vöggugjöf. Trúmenn sjá í henni gjöf Guðs. Þegar við lútum að hinu smáa getum við séð stórkostlega dvergasmíð í blómi, daggardropa, regnboga, fjöllum, ám og vötnum og litaspili náttúrunnar. Og í náttúrunni er verið að hanna, laga, móta og búa til dýrðarveröld. Börn allra alda leggjast á bakið á dimmum nóttum til að stara upp í næturhimininn og upplifa, horfa á stjörnur blika, stjörnuhrap teikna línu á hvelfinguna, sjá hvernig stjörnurnar raðast í kerfi. Áfram…

Oddný Ólafsdóttir – minningarorð

17.54 30/9/11 - 0 ath.

OÓ_sumar 2011Tvær myndir af Oddnýju Ólafsdóttur eru á sálmaskránni, önnur nýleg, en hin af henni ungri. Myndaalbúm fjölskyldu Oddnýjar sýna marga þætti í sögu hennar og veita innsýn. Svo átt þú líka í huga þér minningar og myndir – og ástvinir, ættmenni og vinir geyma í sínu hugskoti enn aðrar. Hver er mynd þín af Oddnýju? Er það mynd af hannyrðakonu við að prjóna perlusettar handstúkur? Er hún gáskafull til augna? Áfram…

Þórunn Friðriksdóttir – Tóta – minningarorð

14.16 30/8/11 - 0 ath.

Þórunn Friðriksdóttir3litHverjir eru bestir? Þannig hljóma köllin meðal stuðningsmanna og svarið kemur viðstöðulaust – KR – alla vega í vesturbænum. Og þannig er stemmingin oft á vellinum – ekki bara hér, heldur um land allt og reyndar um allan heim. Lið og einstaklingar fara út á völl til að skemmta sér, gera sem best, skila sínu og auðvitað til að vinna. Og það er hluti af þjálfuninni, að láta ekki jafntefli eða tap eyðileggja móralinn og reyna að gera betur næst, láta mótlætið bara styrkja og magna til átaka og sigurs.

Hljóðskrá er að baki þessari smellu:

Áfram…

Margrét Sigurðardóttir – minningarorð

15.29 26/8/11 - 0 ath.

Margret SigurdardottirMargrét kom oft í Neskirkju. Hún kom inn í guðshúsið með virðulegum glæsileik, reisuleg og svipfalleg. Af henni stafaði elskusemi og hlýja í samskiptum. Hún brást við kveðju með geislandi brosi og fór svo til sætis síns reiðubúin og kunnáttusöm í að njóta helgi og næðisstundar í þessu hliði himinsins. Alltaf var kyrra yfir Margréti, alltaf reisn og birta. Svo byrjuðu messurnar, blái glugginn hleypti bláma sínum inn í kirkjuna. Margrét var kona blámans og litur Maríu Guðsmóðir í kirkjulistinni er blár. Og Margrét kunni ágætlega að meta Maríutónlistarhefðina. Við njótum þessa í dag. Áfram…

Ragna Ólafsdóttir – Minningarorð

14.14 22/8/11 - 0 ath.

DSC00899

Hljóðskrá er að baki þessari smellu:

Ragna skokkaði yfir kartöflugarðinn á milli húsa síðastliðina Þorláksmessu. Hún var á leið í gleðskap í húsi mínu eins og hún gerði síðustu fimm ár, en við vorum nágrannar og garðar okkar liggja saman. Margir komu þennan dag, en enginn var glaðari eða hláturmildari en Ragna þennan dag. Hún skildi eftir í húsi okkar undur, sögur, hlátra og fögnuð. Skömmu síðar bárust henni tíðindi, sem breyttu lífi hennar. Mein hafði búið um sig og dró hana til dauða 10. ágúst.

Ragna var góður viðmælandi. Augnatillitið, hlýjan og brosið lifði áfram þegar samtali lauk, alltaf var maður ofurlítið glaðari eftir samræður. Áfram…

Bjarni Ólafsson – Minningarorð

20.31 22/5/11 - 0 ath.

BjarniJá, Bjarni var áræðinn og hugmyndaríkur. Hann var höfðingi í samskiptum, gestrisinn, veitull, stefnufastur, rásfastur, rausnarlegur, hugmaður, fylginn sér, söngvin, músíkalskur og völundur. Útför Bjarna Ólafssonar, lektors, var gerð frá Neskirkju fimmtudaginn 19. maí, 2011. Minningarorðin eru hér að neðan. Einng má heyra þau flutt með því að smella á þessa slóð.

Áfram…

Benedikta Þorsteinsdóttir 1920-2011 – minningarorð

17.28 13/5/11 - 0 ath.

Benedikta Þorsteinsdóttir myndMinningarorð um Benediktu Þorsteinsdóttur, sem jarðsungin var frá Neskirkju 13. maí, eru hér að neðan og hægt er að hlusta á flutning þeirra í útförinni með því að smella á þessa smellu.

Í Jóhannesarguðspjalli standa orð, sem Marteinn Lúther kallaði Litlu Biblíuna. “Því svo elskaði Guð…” Hvað elskaði Guð? “Því svo elskaði Guð heiminn…” Af hverju? Til að opna blessunarveg eilífs lífs. Þetta er málið um elskuna, sem gerir heiminn góðan og öruggan, bægir burtu kvíða og blessar allt. Þetta er jákvæðni Guðs að meta alla, elska fólk, gæta veraldar og vekja hug fólks til góðs lífs. Svo opnar Guð fangið með elskusemi gagnvart öllum og þannig var Benedikta Þorsteinsdóttir líka.

Áfram…

Sóley Tómasdóttir – minningarorð

16.52 4/2/11 - 0 ath.

soleyBrekkusóley, jurtadjásn í íslenskri náttúru. Söngur þessa ljóðs Jónasar Hallgrímssonar kveikir liti í huganum, færir jafnvel lykt úr móa sumarsins í vit okkar. Og það er gott að hugsa um blóm þegar hvítt ríki vetrarins heldur fast, að leyfa unaðinum að koma til okkar og vinna gegn kulda, svörtum og hvítum litum þessa tíma. Smávinir fagrir, smávinir sem eru foldarskart. Og svo sprettur fram hin þokkafulla og elskulega bæn Jónasar fyrir þessum reit. Við getum skilið með okkar skilningi, verið náttúruverndarsinnar, menningarsinnar, lífsinnar – og samþykkt þessa umhyggjusömu tjáningu:

Áfram…

Ásta Sveinsdóttir 1942-2010

12.24 3/1/11 - 0 ath.

mamma 5Ástu þótti gaman í berjamó, horfa niður í lyngið, niður í furðuveröld lita og forma, finna lyktina, ilm jarðar umleika sig, snerta litlar svartar perlur lyngsins og færa þær síðan í ílát. Ásta sótti í sveitina sína, fór þegar hún gat og henni þótti berjatíminn skemmtilegur. Hún fór á berjastaðina sína, sem hún gerþekkti. Berjatínsla er ekki sálarlaus vinna, heldur fremur að hverfa til þess stóra náttúrusamhengis, sem við erum öll sprottin úr, hverfa aftur í faðm sem heldur áfram að gefa af sér til styrktar lífinu. Ásta kunni þessa list berjatínslu. Hún kunni að beita fingrum af alúð, losa um ávöxt lyngsins með fínleika – án þess að merja, valdi það sem var þroskað, og náði án þess að skemma móðurplöntu og án þess að nokkuð rusl fylgdi með.  Ásta gat farið með berin sín beint frá móa og dengt þeim í pottinn til að sulta. Áfram…

Eybjörg Sigurðardóttir – minningarorð

10.29 5/11/10 - 0 ath.

Við sátum í fallegu stofunni hennar Eybíar síðastliðinn mánudag, hugsuðum um uppvöxt og líf hennar, rifjuðum upp atvik úr lífi þeirra Geirs, hvað hún gerði, hvað gladdi hana og hvernig hún umvafði allt sitt fólk til hinstu stundar. Fallegar sögur voru sagðar og hlýja skein úr augum ástvina hennar. Svo þurfti að ákveða hvaða mynd skyldi sett á sálmaskrána. Áfram…

Jón Samsonarson 1931-2010 – Minningarorð

15.02 12/10/10 - 0 ath.

Jón SamsonarsonEnglar, Freyjur, Bokki í brunni, land míns föður, Jónar, nunnur, mágar og faðir minn! Það er sérstæð efnisflétta sem við höfum þegar notið í þessari athöfn: Ólíkt efni, söngur um bláan straum, auglit sem vakir og svo kveðskapur um flug til himintungla og för inn í himinn. Þessir textar minna á ríkulegan orðageim, sem Jón Samsonarson bjó í og naut á vinnustofu eða með fólkinu sínu. Maðurinn fæðist nakinn í heiminn og verður ekki að manni nema í gagnlegum spjörum menningar. Jón sat löngum við þá menningarlegu tóvinnu að greiða vel úr svo að börn framtíðar nytu sér til skjóls og manndóms. Áfram…

Brynjólfur Vilhjálmsson – minningarorð

08.47 21/8/10 - 0 ath.

Brynjólfur G Vilhjálmsson2Brynjólfur var maður hinna íslensku vega. Hann kunni á vegi og færð þeirra. Hann hafði unnið að vegum, hann vissi hvernig átti að gera vegi, hann hafði – eins og vænta mátti – skoðun á hvaða malargerð ætti að vera í undirlagi og kornastærð í slitlagi – ekki meira en 19 millimetra. Brynjólfur vissi líka hvaða þykkt átti að vera á ólíulaginu til að vegurinn yrði góður. Og svo kunni hann að keyra, hafði gaman af ferðum sínum, naut vinnunnar, axlaði algerlega ábyrgð á sínum hlut og verkum. Brynjólfur var einn af þeim mönnum sem lögðu grunn að gæfu Íslands, lögðu leiðir til Íslands nútímans og fóru þær. Þeir bræður, strákarnir hans Brynjólfs, hafa þegar kvatt móður og eiga ekki lengur í föður sínum viðfang til að takast á við. Nú eiga Eygló og Elfar engan Binna að lengur. Nú eru bílarnir hans Brynjólfs hættir að ganga, vegirnir eiga sé ekki lengur umboðsmann í honum. Áfram…

Þorsteinn Jónsson, flugmaður – minningarorð

14.57 12/8/10 - 0 ath.

Þorsteinn var góður flugmaður. Vinum hans og félögum ber saman um að hann hafi verið annað og meira en kerfisstjóri á lofti. Þorsteinn hafði margþættar flugmannsgáfur sem skapa listamann með vængi. Hann var veðurglöggur. Hann kunni að hemja dirfskuna og þorði að hætta við flug. Hann bar í sér þessa sókn upp í himininn, upp fyrir regnboga og ský, upp í heiðríkjuna. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli