sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Kormákur Hólmsteinn

18.03 28/5/05

Kormákur HólmsteinnUm leið og kross var gerður á enni og brjósti sofnaði litli karlinn með bros á vör. Svo var hann ausinn vatni og rumskaði. Kormákur Hólmsteinn var skírður í Neskirkju í dag, laugardaginn 28. maí 2005. Mamman hélt á honum undir skírn. Áfram…

Fannar Páll skírður

10.38 19/5/05

Fannar PállHann átti heima á Flyðrugrandi, en er nú farinn úr Nessókn suður í Kópavog. 10. apríl var hann skírður í Neskirkju. Hann heitir Fannar Páll. Mamman er Hildur Kristjánsdóttir og pabbinn Sigurður Smári Hergeirsson. Áfram…

Alexandra Rún

10.23 19/5/05

Drífa Björk Þ. Landmark kom með litlu dóttur sína í Neskirkju. Þær voru báðar kátar. Skírnardagurinn var ákveðin, 17. apríl, 2005. Áfram…

Hekla Rakel

15.32 27/3/05

Hekla RakelSkírdagur er góður fyrir skírn! Hekla Rakel var skírð á þeim degi, þegar Jesús þvoði fætur vina sinna og undirbjó síðustu kvöldmáltíðina. Pabbinn, Hlynur Heimisson, hélt á dóttur sinni undir skírn og mamman, Elín Ólafsdóttir, fylgdist vel með. Áfram…

Úlfhildur Melkorka

18.00 20/2/05

Úlfhildur Melkorka

Hún var svolítið smeyk við vatnið, hugfangin af ljósinu og puttarnir leituðu í munninn. Hún var skírð heima fyrr í dag. Ættmenni og vinir foreldranna voru samankomin. Stóra systir vildi köku en fékk skýr svör að fyrst væri litla systir skírð og svo kæmi kakan! Svo var skírnarþeginn færður í kjólinn, vatnið glitraði í skálinni og allir frekar fallegir til augnanna.

Foreldrarnir eru Sara Stefánsdóttir og Guðmundur Magni Ágústsson. Þau hafa búið í vestur á Hagamel, en eru fyrir skömmu komin í þessa björtu og fallegu íbúð á Njálsgötu. Guðfeðgin eru Hildur Gísladóttir, Ágúst

Gunnarsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Þau stóðu við skírnalaugina við skírnina. Fyrst sungum við fyrri hluta sálmsins Ó, Jesú bróðir besti. Síðan var Úlfhildur Melkorka skírð. Pabbinn hélt á henni undir skírn. Ungmeyjan hnipraði sig saman þegar rakinn kom á lítinn kollinn. Hún var sér meðvituð um allt sem gerðist, glögg og glettin. Ég þekki tvær konur sem heita Úlfhildur og eina sem heitir Melkorka, allt kjarnakonur. Nafnið virkaði því vel á prestinn, en aðalmálið er að hún rísi í lífinu vel undir þessu þrungna nafni.

Svo fékk fjölskyldan kerti, skírnarkveðju kirkjunnar og seinni hluti sálmsins var sunginn. Alltaf er það jafn undursamlegt að skíra lítið barn, bera það á bænarörmum fram fyrir Guð, biðja því blessunar og hlýða boði hans sem stofnsetti skírnina. Ekkert prestsverk er eins skemmtilegt og skíra börn. Guð geymi þessa mögnuðu fjölskyldu á Njálsgötunni. Foreldrarnir eru skemmtilegir og hafa alla burði til að skapa skemmtilegt fjölskyldulíf, sér, tengslafólki og himninum til gleði.

Sigurður Viðar skírður

14.46 21/1/05

Sigurður Viðar ÞrastarsonMér fannst alltaf að nafnið Sigurður Viðar væri undursamlegt nafn. Maðurinn, sem bar það, var mér sem eldri bróðir, átrúnaðargoð, allra manna öflugastur, blíður og sterkur, hláturmildur og afreksmaður. Það var mér mikið gleðiefni að fá að skíra nýjan Sigurð Viðar! Áfram…

Silja Björg

14.11 21/1/05

Silja BjörgLítil stúlka fylgdist grannt með umhverfinu, sá prestinn, fann snertingu og síðan vatn á höfði. Silja Björk var skírð og var algerlega meðvituð. Við hin vorum meðvituð um að hún er glögg og skörp. Áfram…

Sigrún Ásta og Sigrún Ásta

15.42 17/12/04

Sigrún Ásta himinbarnHvað eru mikil líkindi fyrir að tvær stúlkur, með öllu ótengdar, séu skírðar sama nafni, á sama degi, af sama presti og í sömu kirkju? Það þarf ekki reikningsklókan mann til að sjá að slíkt er afar ólíklegt. En sunnudaginn 12. desember 2004 voru tvær Sigrúnar Ástur skírðar í Neskirkju! Áfram…

Kristjana Bríet skírð – dóttir Steinunnar og Birgis

16.40 4/11/04

Kristjana BríetSíminn hringdi þegar ég var að keyra fram hjá Háteigskirkju. Svaraði á ljósunum. “Blessaður, getur þú komið í dag upp á fæðingardeild að skíra?” “Í dag, núna!?” spurði ég á gula ljósinu. Svo var það græna komið og ég bað Elínu, konu mína, að taka við símanum. Andlitið hennar varð að einu brosi. Áfram…

Eyrún dóttir Hrannar og Arnars

15.56 3/10/04

Eyrún skírnarþegiEyrún var skírð í dag, 3. október. Hún á heima á Flyðrugranda 12. Mamman, Hrönn Bjarnadóttir, hélt á henni undir skírn og pabbinn, Arnar Sveinsson, stóð sína plikt með stæl. Söfnuðurinn var fjölskyldu Eyrúnar.

Áfram…

Nágrannakona skírð

15.12 18/9/04

Freyja María JóhannsdóttirÉg skírði litla og fallega nágrannakonu mína í dag. Hún heitir Freyja María og býr á efstu hæð á Fálkagötu 19. Foreldrarnir eru Kristjana H Kristjánsdóttir og Jóhann Örn Friðsteinsson, hún að norðan og hann úr Eyjum. Það er flott blanda. Áfram…

Birna Kristín er himinbarn

10.44 24/8/04

Birn Kristín EinarsdóttirBirna Kristín var skírð 21. ágúst 2004. Pabbinn, Einar Örn Ólafsson, hélt á Birnu Kristínu undir skírn. Mamman er Áslaug Einarsdóttir. Guðmæðurnar Anna Arnbjarnardóttir og Ingveldur Stefánsdóttir lásu biblíutextana. Sólin skein inn um altarisgluggann. Áfram…

Tveir strákar skírðir

14.52 8/8/04

altaristafla í Stafafelli í LóniSkírn er undursamleg. Ekkert er mér ljúfara í prestsstarfinu en að þjóna að skírn og himinveislunni. Það er undursamlegt þegar foreldrar og ástvinir bera börn í helgidóminn til að fela þau Guði. Tveir strákar voru baðaðir vatni, anda og fyrirbænum í Neskirkju fyrr í dag. Svo skulum við standa saman um velferð þeirra. Söfnuður Guðs þarf að sinna sínu góða uppeldishlutverki.

Áfram…

· Næstu færslur »

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli