sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Stefán Aðalgeir

12.27 27/6/06

Erla Hrönn og Stefán Héðinn komu í liðinni viku með ungan svein til að undirbúa skírn. Svo var hann borinn að skírnarlauginni sunnudaginn 25. júní 2006. Hann heitir Stefán Aðalgeir og í höfuð afanna. Foreldrar, afar og fjölskyldan öll ljómaði og Stefán Aðalgeir svaf! Áfram…

Sigurður Pétur skírður

13.42 12/6/06

Guðný Hrund Sigurðardóttir og Patrick Þór Kristinsson eiga Sigurð Pétur, fallegan dreng, sem fæddist 22. janúar síðastliðinn. Sá stutti var skírður heima hjá afa og ömmu í Granaskjóli 12. Skírnarvottarnir voru norrænir, komu frá þremur löndum, Danmörk, Noregi og Íslandi, Guðmundur Pétur Sigurðsson, Kristjana Margrét Sigurðardóttir og Vivi Nygård.

Áfram…

Viktor Snær

16.52 18/1/06

Viltor SnærBjarteygur glókollur var skírður sunnudaginn 15. janúar 2006. Hann heitir Viktor Snær. Foreldrarnir eru Svana Ósk Jónsdóttir og Davíð Harðarson. Við sungum fallegan skírnarsálm: “Full af gleði yfir lífsins undri….” Gunnhildur, guðmóðir, og Óskar yngri lásu textana og gerðu það með glæsibrag. Við höfðum þann “gamla” hátt á, að á skálinni var haldið þegar skírt var. Áfram…

Sylvía Eik

11.42 2/1/06

Inga Jóna og Rúnar eru kunnugleg nöfn í Neskirkju því um tíma voru tvær Ingu Jónur og tveir, sem hétu Rúnar og þjónuðu kirkjunni. En bara annað settið á börn saman og það voru þau sem komu með gullfallega dóttur til skírnar 4. desember síðastliðinn! Áfram…

Jórunn Elenóra

00.03 21/11/05

Jórunn Elenóra

Öll augu voru full af gleði, eftirvæntingu og hátíð. Tilefnið var ærið. Stór vina- og ættingjahópur var samankominn í Neskirkju 19 nóvember sl. til að vera vottar skírnar Jórunnar Elenóru. Hún er velkomin í heiminn og var borin af styrkum elskuörmum til kirkju.

Áfram…

Baldur skírður

10.59 14/10/05

Baldur ÍvarssonHópur fólks kom saman í húsi niður á Kvisthaga, síðdegis 15. september. Vatn var í skál, skírnarsálmur var sunginn, íbúðin fylltist af undursamlegu ljósi og helgi. Baldur horfði blíðlega. Augun ljómuðu. Hann var vatni ausinn og fyrir honum var beðið. Áfram…

Tinna Tynes hleypur út í lífið

13.54 24/8/05

Tinna Tynes

Þegar hlaupararnir í Reykjavíkurmaraþoninu voru að ljúka sínu hlaupi var Tinna skírð. Ottó Tynes, pabbinn, hélt á skírnarskálinni og Hrefna Guðmundsdóttir, mamman, hélt á litlu konunni. Skírt var heima hjá föðurforeldrum, í Kópavogi, beint undir himinglugga í stofunni. Áfram…

Kjartan Hugi skírður

16.34 9/8/05

Kjartan Hugi Rúnarsson

Við Neskirkjufólk höfum eiginlega fylgst með Kjartani Huga frá því hann var í móðurkviði. Pabbinn, Rúnar Reynisson, starfar í kirkjunni. Mamman heitir Þorbjörg Magnúsdóttir. Drengurinn er þriðja barn þeirra hjóna. Hin eru Magnús og Laufey og svo kom Kjartan Hugi. Skammstöfun barnanafnanna er KLM! Áfram…

Emma Totland Guðmundsdóttir

16.05 31/7/05

Emma Totland Guðmundsdóttir

Emma Totland Guðmundsdóttir

“Það er best að skíra hana í miðri viku.” Svo var það bundið fastmælum. Þóra, föðursystir, hafði milligöngu um skipulagið. Emma litla býr jú í Noregi ásamt foreldrum sínum. Áfram…

Margrét Lára á Melhaga

15.20 26/7/05

Margrért Lára JónsdóttirHelga Brá Árnadóttir, gömul kórsystir úr Mótettukórnum hringdi. “Ég á litla stelpu, sem fæddist í maílok. Viltu skíra?” Ég hélt það nú. Svo komu þau Jón Gunnar Þorsteinsson, pabbinn, í skírnarviðtal. Margrét Lára var svo skírð sunnudaginn 24. júlí 2005, falleg, skynug og hárprúð smákona.

Áfram…

Rebekka Lind

14.55 26/7/05

Rebekka Lind Einarsdóttir

Rebekka Lind var skírð í Neskirkju sunnudaginn 24. júlí 2005. Pabbinn hélt stoltur á dóttur sinni undir skírn og kunni greinilega til verka að halda á ungbarni. Systkinin eru þrjú, sú stutta á flotta bræður. Þeir eru tvíburar, miklir meistarar og heita Gabríel og Benedikt. Áfram…

Arnþór skírður

17.30 16/7/05

Arnþór SævarssonVestast á Vesturgötunni býr ungur maður sem var skírður í dag. Hann heitir Arnþór og er sonur Ragnheiðar Hauksdóttur og Sævars Smára Þórðarsonar. Þau komu öll í Neskirkju í vikunni til skírnarviðtals og svo fór presturinn heim til þeirra til skírnar. Áfram…

Þór Trausti skírður

14.46 16/7/05

Þór Trausti Unnur og SteingrímurBlessunardaggir féllu frá himni yfir borgina og Neskirkju þegar ungur drengur var borinn til blessunar skírnarlaugarinnar. Þór Trausti svaf værðarlega meðan söfnuðurinn söng og vaknaði þegar hann var vatni ausinn og brosti lítillega. Áfram…

Lára Ósk skírð

19.11 4/6/05

Lára Ósk og Lára frænka

Hún á þrjá bræður og býr í Skerjafirði. Á svölunum heima hjá henni er útsýn, víðsýn og breiðsýn. Í dag var henni veitt himinsýn, hún var skírð og heitir Lára Ósk. Foreldrarnir eru Margrét Gunnarsdóttir og Eyjólfur Gunnarsson. Einu sinni bjuggu þau og elsti drengurinn þeirra á miðhæðinni á Tómasarhaga 16. Þá kynntist ég þeim. En svo fóru þau á bernskuslóðir Margrétar, búa þar, njóta barnaláns og kunna að meta það.

Fjölmenni var í Bauganesi 6 í dag. Sólin baðaði bæði borg og fólk. Stofan varð hlið himins, vatnið glitraði í kristalskálinni frá Bæheimi. Söfnuðurinn söng allur skírnarsálminn Ó, blíði Jesú. Guðfeðgin lásu lestrana, þau Lára Gunnarsdóttir og Ottó Eðvarð Guðjónsson.

Margrét, Eyjólfur og Lára Ósk

Eyjólfur tók svo skírnarskálina og hélt á henni meðan dóttir hans var skírð. Margrét hélt á henni og Trausti bróðir ljómaði þegar hann sagði nafn systur sinnar. Guðmóðirin Lára, sem jafnframt er móðursystir, vissi ekki að systurdóttir hennar ætti bera hennar nafn í lífinu. Það var gaman að sjá hvernig vantrúarsvipur hennar umhverfðist í himneskt bros. Þær Lárurnar eru líkar!

Margrét og Eyjólfur eru öflugir uppalendur. Fjölskyldan er kraftmikil og frændgarðurinn glaður. Guð geymi Láru Ósk og varðveiti alla fjölskylduna. Megi þau öll njóta sólarsýnar í lífinu.

Ragnheiður Vala skírð

17.03 29/5/05

Ragnheiður Vala og foreldrar

Veðrið í dag var undursamlegt. Eftir messu í Neskirkju fór ég yfir á Oddagötu 16. Þar var fjöldi fólks samankominn. Lítil prinsessa skyldi skírð og það meira segja undir berum himni. Skírnarþeginn heitir Ragnheiður Vala.

Foreldrarnir eru Höskuldur Eiríksson og Freyja Jónsdóttir. Þau komu upp í kirkju í vikunni til að fara yfir skírnarmálin og undirbúa athöfnina. Það var skemmtilegt að finna hversu samstillt og stefnuföst þau eru.

Veðrið var of gott til að skíra inni. Garðurinn var flott kirkja, hrossagaukur dýfði sér uppi í hvelfingunni og söng sálma, flugvél tók forspil niður á flugvelli. Í upphafi sungu Steinn Einar Jónsson og Alfreð Jóhann Eiríksson skírnarsálminn “Full af gleði yfir lífsins undri.” Höskuldur las biblíutextana og hélt á skírnarskálinni. Þetta var alveg eins og kirkjum fortíðar. Freyja hélt á dóttur sinni undir skírn. Kjóllinn var fallegur, síður og tjáði í fegurð sinni það vonarmál, að Freyja verði andlegt stórveldi.

Rgnheiður Vala, guðfeðgin og foreldrar

Afarnir og ömmurnar eru guðfeðgin, þau Þ. Maggý Magnúsdóttir, Jón Jóel Einarsson, Fríða Regína Höskuldsdóttir og Eiríkur G. Ragnarsson. Þau stóðu þarna hjá, öflugt, skemmtilegt og lífsreynt fólk.

Í lokin sungu allir sálminn “Ó, Jesú bróðir besti” og svo luku Ragnheiður Eiríksdóttir og Steinn Einar Jónsson þessari skírnarathöfn með Stefáns Hilmars-laginu “Líf.” Þau voru örugg, brostu til þeirrar stuttu sem brást við söngnum. Hallgrímur Óskarsson spilaði fagmannlega á gítarinn.

Með véladyn í nágrenni, tæknisetur Erfðagreiningarinnar handan við mýri, einbeittan frændgarð umhverfis, fljúgandi fiðrildi og bindisklæddan hund varð þessi garðkirkja sem tákn um samhengi Ragnheiðar Völu. Hún hefur allt til að bera til að verða öflug kona í nútímaheimi. Hið margbrotna líf iðar í kringum hana. En ekkert mun verða nema að hún njóti elsku, stuðnings og blessunar manna og Guðs. Henni fylgja bænir og hún er líka orðin fullgildur borgari eilífðar. Guð geymi hana og hennar fólk.

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli