sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Amen

18.09 30/1/11 - 0 ath.

durerSnemma í morgun reis sonur minn allt í einu upp í rúmi sínu og sagði við sjálfan sig. “Það er svo dimmt, ætli dagurinn komi ekki?” Svo heyrðum við, foreldrar hans, að hann sagði við sjálfan sig. “Ég ætla að biðja Guð um daginn.” Björt og einlæg barnsrödd hljómaði í myrku herberginu: “Góði Guð viltu taka nóttina og senda okkur daginn.” Þar með var bænin flogin, einlægni hjartans tjáði frumþætti, myrkur og birtu, nótt og dag. Á milli var barn og Guð. Einlægnin náði til hjarta míns og örugglega til Guðs líka. Dagurinn kom. Það var undursamlegt að heyra hve drengurinn talaði einlæglega við Guð himins og jarðar, dags og nætur. Hann mun voandi megna að tjá bænir sínar í lífinu, segja sitt Amen og lifa í bænaranda. Áfram…

Ha – hvað?

14.15 16/1/11 - 0 ath.

Á skriðteppiÞað er ekki bara skotið á handboltamörk þessa dagana heldur er Júróvisjónundirbúningurinn hafinn. Fyrsti hlutinn byrjaði í gærkvöldi. Manstu hvert var Júróvisjonlag Íslendinga árið 1986? Það var Gleðibankinn. Þar segir: „Þú leggur ekki inn í gleðibankann tóman blús.“ Ýmsir hafa hins vegar sungið þetta svona:” Þú leggur ekki inn í gleðibankann tóma krús.“ Og það er munur á krús og blús. Börn læra oftast texta hratt og hika ekki við að segja vitleysur. Eftiröpunin er þáttur í máltöku, en misheyrn þeirra getur oft verið fyndin. “Faðir vor” hefur oft orðið í munni barna að: “Það er vor…!” Misheyrn og ruglingur er ekki bara mál ungviðis, heldur hendir fólk á öllum aldri, í söng og tali. Áfram…

Gordjöss

09.36 26/12/10 - 0 ath.

200px-VladimirskayaJá, jólin eru komin, enn einu sinni. Árlega kemur þessi vinur, staldrar við, hrífur okkur, breytir lífinu  – alla vega um stund –  minnir okkur á ljósið á myrkasta tíma, gleðina þrátt fyrir dimmuna og undrið sem lyftir okkur upp úr gráma flatneskjunnar. Við þörfnumst jólanna, ekki vegna umbúðanna heldur vegna þess sem jólin boða. Þá verða gjafir, matur, samfélag og fjölskyldur í góðu og réttu samhengi.

Áfram…

Mannamyndir

09.51 8/11/10 - 0 ath.

Fjöldi fólks sótti þjóðfund í gær, ræddi og nefndi gildi, sem vert er að lifa fyrir og vefa þjóðlífsvefinn úr. Fólk talaði saman um það, sem máli skiptir fyrir einstaklinga og þjóð. Og svo var fjölmenningarþing á öðrum stað bænum – litskrúðugt þing, sem gæti stuðlað að stækkun faðms samfélagsins og þar með hamingju þess. Það er fallegt þegar fólk kemur úr mörgum áttum og leggur saman í gæfusjóð þjóðarinnar. Hún er jafnvel svolítið himnesk þessi þjóðlífsmynd fundanna og rímar vel við allra heilagra messu. Áfram…

Mannréttindi ráði

09.04 25/10/10 - 0 ath.

Verður stefnan á næstu jólum að bara megi syngja Snæfinn snjókarl en alls ekki Heims um ból? Verða helgileikirnir englalausir, vitringasnauðir, Jesúbarnslausir og trúlausir? Má Melaskóli ekki koma með helgileikinn sinn í kirkjuna á aðventunni eins og verið hefur í áratugi? Megum við búast við því, að þegar dauðsföll og áföll verða í framtíðinni megi alls ekki – á skólatíma – leyfa börnum að koma hér yfir í Neskirkju til að kveikja á kertum í forkirkjunni, eiga íhugunarstund eða njóta samtals við þjálfað sorgarvinnufólk hér í kirkjunni? Áfram…

101010 – Hvernig menn?

21.43 10/10/10 - 0 ath.

IMG_3011Atburðir í lífinu opna augu og vekja huga. Við, kona mín og strákar – þá fjögurra ára – vorum á Tenerife í vor og kynntumst dreng sem ég hugsa oft um. Líf hans og atferli einn dagpart hefur orðið mér til íhugunar. Hann kom til okkar á ströndinni og vildi ná dótinu, sem mínir karlar léku sér að. Við svipuðumst um eftir forsjáraðila, en enginn virtist gæta drengsins. Við sáum fljótt, að sá stutti var vanur að bjarga sér. Hann varði sig fimlega í öllum átökum, sótti með slægð það sem hann vildi og beitti sér af harðfylgi. Spurningarnar þyrluðust upp: Var þetta flækingsdrengur, sem bjargaði sér sjálfur? Hvað áttum við að gera með þennan aðkomudreng, sem tók yfir alla leiki, vildi allan mat, sótti stíft og ákveðið í gæðin. Áfram…

Merkjavörur og strikamerki mennskunnar

20.12 13/9/10 - 0 ath.

Calvin Klein, Dolce&Gabana og Burberry eru ekki bara fyrir fullorðna. Nei, þessi og flest – ef ekki öll – stóru tískufyrirtækin hafa beint sjónum að börnum líka. Börn eru orðin markaður, þau eru orðin tískudindlar. Tískufrömuðir veraldar hefur uppgötvað að hægt er líka að selja dýra tískuvöru fyrir börnin. Þau sjá það sem krakkarnir í leikskólanum klæðast og vilja eins. Þau sjá auglýsingarnar í sjónvarpinu – eiginlega óhugnanlega vel – þekkja merkin þegar þau ganga fram hjá búðinni í Kringlunni eða eru á ferð í bíl með pabba og mömmu. “Ég vil líka svona” kemur skilvíst frá þeim. Áfram…

Krísan í kirkjunni

18.51 29/8/10 - 0 ath.

Óhamingju Íslands verður allt að vopni.  Kreppa kirkjunnar er á allra vörum og tilefnið dapurlegt. Í góðviðrinu í vikunni sat hópur úti fyrir kaffihúsinu Sólon í Bankastrætinu og ræddi ástandið í þjóðfélaginu. Allt í einu sagði einn í hópnum hátt og snjallt, svo hátt að allir sem gengu framhjá gátu heyrt hvað maðurinn sagði: “Þetta er allt eins. Það er eins með kirkjuna, dómstólana og launaseðlana – ég bara botna ekkert í þessu.” Áfram…

Ræfildómur?

15.32 15/8/10 - 0 ath.

Annar opinberaði dramb – hinn baðst miskunnar og fór heim með lífsdóm. Annar var með bólgið egó en hinn útflatt. Annar var hrokagikkur, en hinn í rusli. Mynd af þér? Prédikun í Neskirkju 15. ágúst er að baki.

Djúpið

13.43 4/7/10 - 0 ath.

djúpiðÍ texta dagsins er fjallað um djúpveiðför og mikla veiði. Svo er þjóðhátíðardagur mikillar þjóðar sem veiddi merkileg gildi og skráði plagg fyrir sig og heiminn. Veröldin er undursamlega gerð.  Við erum kölluð til happa og undra. Í heiminum megum við veiða heilagleikann, allt þetta sem Guð gefur. Við erum kölluð til djúpsjávaríhugunar á þessum degi 4. júlí.

Áfram…

Pí, börn og trú

10.43 13/9/09 - 0 ath.

Guðlaug Alexandra Esmeralda var skírð áðan. Hún er fædd inn góðan faðm og fær blessun og góðar óskir. Ungbörnin eru heillandi og það er heillandi að horfa í djúpa draumalind augnanna og reyna að sjá í þeim framtíðina. Hvað viltu verða, hvernig viltu lifa, hvernig muntu lifa. Hverjar verða þínar ferðir í lífinu? Áfram…

Gott eða illt

17.49 30/8/09 - 0 ath.

Biblíur rata gjarnan til þeirra sem meta Ritninguna mikils og ferðasögur Biblíunnar eru margvíslegar. Ég eignaðist Biblíu fyrir fimm árum síðan, sem er ekki aðeins falleg hið innra heldur líka hið ytra, bundin í fallegt skinn og silfurslegin. Áfram…

Barn og steinn

21.52 16/8/09 - 0 ath.

Skírnarfontur úr steini er tákngripur, vísar út fyrir sig til annars og dýpri veruleika, minnir á steinþróna, sem Jesús var lagður í og líka að lífið spratt fram. Neskirkja fékk skírnarfont að gjöf og sonur listamannsins og gefenda var skírður. Margt er því til íhugunar. Áfram…

Af hverju er hún svona vond?

12.00 15/6/09 - 0 ath.

Prédikun í Neskirkju fyrsta sunnudags eftir þrenningarhátíð. Áfram…

Guðsgaflar og puttabænir

22.58 20/5/09 - 0 ath.

Fingurnir eru mismunandi og hægt að nota þá til aðstoðar í samtalinu við Guð. Eðlisþættir puttanna geta minnt á mikilvæga þætti, sem við megum gjarnan orða við himinvin okkar. Þeir geta orðið okkur hinir þörfustu guðsgaflar. Give me five! Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli