sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Hvernig er sjónin

10.10 2/7/12 - 0 ath.

Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki. Prédikun 1. júlí 2012 fjallaði um lífsleikni. Texti og hljóðskrá einnig eru að baki þessari smellu.

Meira vín – meira fjör

17.14 15/1/12 - 0 ath.

Kirkjur Íslendinga eru flottar og margar gríðarleg steinkeröld. Þeim er þörf anda, hins guðlega anda. Af sjálfri sér og brjóstviti sínu er kirkjustofnun ekkert annað en smáveisla, sem þarf kraftaverk til að umbreyta í veislu himinsins. Prédikun mín á 2. sunnudgi eftir þrettánda, 15. janúar 2012, er að baki þessari smellu, bæði texti og hljóðskrá. Þú getur lesið eða hlustað, en auðvitað bæði lesið og líka hlustað samtímis.

Má bjóða þér hamingjutíma?

22.22 1/1/12 - 0 ath.

Guð þorir. Í djúpi kristninnar er boðskapur um að Guð tekur upp á hinu óvænta og leggur sig í hættu vegna lífsins. Kristin trú er ekki átrúnaður hins læsta heimskerfis. Guð er hefur áhuga á að skapa líf en ekki kerfi. Þú mátt lifa í þeim anda, hugsa hættulegar hugsanir og þora. Má bjóða þér hamingjutíma? Prédikun  á nýársdegi, 2012, er að baki smellunni.

Ég elska þig

14.44 25/12/11 - 0 ath.

Stærsta lífsgjöfin er: “Ég elska þig.” Guð elskar – tjáir þér alltaf, á öllum stundum lífsins, á álagstundum, á hátíðum, með börnum, í makafangi og alls staðar: “Ég elska þig. Mig langar til að vera þinn og langar til að þú sért mín og minn.” Til þín – Frá þeim sem elskar þig. Prédikun í Neskirkju kl. 18 á aðfangadag er að baki þessari smellu.

Líf úr rosa

21.36 21/11/11 - 0 ath.

Hvað sleit þér mest í tengslum við ástvini þína, foreldra, börn, maka, vini? Hvað hafði dýpst og sterkust áhrif á tilfinningar þínar og líðan? Hver er krísan – hver er lausnin? Prédikun í Neskirkju síðasta sunnudag kirkjuársins, 21. nóvember 2011, er að baki smellunni.

Salt og ljós fyrir lífið

17.49 6/11/11 - 0 ath.

IMG_0698Jesús sagði ekki að við ættum að ganga um og safna nammi, heldur væri hlutverk okkar að verða krydd, selta veraldar. Hann sagði ekki að við ættum setja ljósið okkar inn í grasker heldur leyfa því að lýsa öðrum. Við erum ljósasól á fjalli í sambandi við orkubú veraldar. Prédikun Sigurðar Árna á allra heilagra messu, bæði texti og hljóðskrá, er að baki þessari smellu.

Að vera

18.57 23/10/11 - 0 ath.

epliðÞað er búið að narta í Apple-lógið. Eplið minnir okkur á Edensöguna. Mannfólkið vill vita meira, víkka út vitund, nýta möguleika. Svo lærum við að lífið er hverfult. Steve Jobs, ríki unglingurinn og Kazanzakis sáu margt, nutu margs og urðu að svara meginspurningum. Við erum í þeirra sporum líka. Standa eplabitarnir í okkur eða lærum við að njóta ávaxta lífsins – að vera? Að vera – eða að gera – hvort hentar betur til að öðlast lífshamingju og ná raunverulegum árangri í lífinu. Er kannski fleira í boði en epli, kannski heil ávaxtakarfa? Prédikun Sigurðar Árna 23. október 2011, bæði texti og hljóðskrá, er að baki smellunni.

Trúir þú á kraftaverk?

13.37 26/9/11 - 0 ath.

BetesdakraftaverkiðÞegar allt er á floti í íbúðinni okkar og rafmagnið slær út hringjum við ekki í rafvirkjann! Vænlegra er að hafa samband við píparann. Það getur auðvitað verið tilefni til að hringja í sálfræðing ef við keyrum út í móa. En ef einhver er slasaður hringjum við í 112 – nú eða dráttarbíl ef bíllinn er bara fastur. Ef við erum gjaldþrota eða erum með fjármálin í graut ættum við ekki fyrst af öllu að rjúka út í búð til að kaupa happdrættismiða. Þegar allt er hrunið fara sumir í örvæntingu sinni og kaupa lottómiða og vona að kraftaverkið verði, peningarnir komi hrynjandi Áfram…

+fólk og -fólk

08.48 6/9/11 - 0 ath.

IMG_5293Marx, Nietsche og Freud kenna okkur tortryggni og Ricoeur endurheimt. Að skafa burtu kalkvistina er nauðsyn en þörf á að greina hið lífvænlega frá hinu dauða.

Jesús kennir okkur að tortryggja vitleysur en að sjá veröldina með ástaraugum Guðs. Við megum gjarnan læra af Jesú Kristi listina að sjá fólk og veröldina. Já, hvernig horfir þú á fólk – er það með mínus eða í plús?

Prédikun mín í Neskirkju 4. september er að baki þessari smellu. Græna tímabilið er hálfnað, sunnudagurinn var sá 11. eftir þrenningarhátíð.

Vei þér, vei þér…

20.41 28/8/11 - 0 ath.

RósinJesús leitaði ekki eftir að menn álitu hann ofuregó veraldar, stærsta strákinn, óháða snillinginn, heldur var sjálf hans helgað æðri og skilgreinandi veruleika, sem varðaði fjölskyldu, vini, þjóð og alla veröldina. Sjálf og líf hans varð farvegur, tilvísun og tákn um erindi Guðs. Prédikun í Neskirkju 28. ágúst 2011 fjallði um dóm, mannskilning, hlutverk og hvernig Jesús skildi hlutverk sitt og þjónustu. Prédikunina má nálgast bæði sem hljóðskrá og texta að baki þessari smellu.

Einnig er hægt hlusta á flutning prédikunarinnar með því að smella á þennan hljóðsmára: 

Sævar Ciesielski og grjótkastið

17.33 17/7/11 - 0 ath.

grjótÁ miðju sumri, í birtu, yl og vellíðan erum við minnt á átakanleg mál. Guðspjallstextinn í 8. kafla Jóhannesar varðar hórdóm, harðýðgi, lævíslega tilraun til að flækja Jesú í snörum lagatúlkunar en líka stórkoslegt björgunarafrek. Jesús hafði tamið sér reglu í hvenig hann túlkaði lög. Mannareglur – áleit hann – ættu að vera í þágu lífins en ekki valda og dauða. Áfram…

Upp er niður

20.43 22/5/11 - 0 ath.

Hægt er að finna hjóðskrá að baki smellunni:

Í gær naut ég þeirra forréttinda að gifta í Hallgrímskirkju. Kirkjuathöfnin var vel undirbúin og til alls var vel vandað. Sálmarnar voru góðir, textarnir inntaksríkir og lögin lyftandi. Svo voru verk Rachmaninov og Duruflé flutt og hrifu. Fjórar brúðarmeyjar glönsuðu og bleikar bóndarósir í vöndum kvennanna og á barmi brúðgumans voru slándi fagrar. Brúðurin hafði sjálf saumað kjólinn sinn og hann var flottur. Brúðhjónin höfðu sent prestinum umsagnir um hvort annað. Samráð var bannað og því vissu þau ekki hvað hitt sendi. Það var gleðilegt og hrífandi að lesa umsagnir þeirra. Virðing, umhyggja, hrifning, kímni og þakklæti fyrir makann blasti við í báðum skeytum. Áfram…

Ekkert að sjá

21.10 24/4/11 - 0 ath.

ljósleiðHorfir þú á páska og jafnvel þitt eigið líf þörngt og naumt? Eða þorir þú að strekkja og víkka heimssýn þína. Birtingur heimsins í páskum, hver er hann? Þú og páskar eigið margt sameiginlegt og með því að hugsa um þitt eigið líf getur þú kafað í djúp hins guðlega veruleika. Prédikun í morgunmessu páska er að baki smellunni. Hægt er einnig að hlusta á ræðuna með því að smella þessa slóð.


María

14.36 11/4/11 - 0 ath.

GuðsgeisliSuma daga er Neskirkja rökkvuð, en aðra daga litrík. Aldrei þó ofurbjört, jafnvel á ljósum dögum. Altarisglugginn er við suðurgafl kórsins. Gluggaskipan hússins er slík að ljósgjafar, gluggar og lampar, eru faldir og fólk frammi í kirkjunni sér ekki stóra kórgluggann því hann er í hvarfi frá söfnuðinum. En þótt þessi risagluggi, sem er yfir fjörutíu fermetrar, sé utan sjónsviðs er hann aðalfarvegur dagsbirtu inn í kirkjuhúsið. Hægt er að hlusta á upptöku Rúv með því að smella á María. Áfram…

Loksins?

11.24 28/3/11 - 0 ath.

IMG_0980Í gærkvöldi vorum við feðgar að undirbúa svefn. Tannburstun og allar hestu athafnir kvöldsins voru framkvæmdar að venju. Eitt var öðru vísi en venjulega. Annar sona minna fór að tala við sjálfan sig. ”Ég þarf að tala við Guð um nóttina, um daginn á morgun.” Og svo hélt hann áfram að minna sig á viðræuefnin við Guð. Þegar hann var búinn að tuldra og tala við sína eigin sál byrjaði hann að tala við Guð, sem hann ávarpar gjarnan með með kæri: ”Kæri Guð….” og svo kom alveg eðlileg samræða um öll þau mál sem hann var búinn að ræða við sinn innri mann. Hugvekja frá 27. mars 2011 er hér að baki. Hægt er að hlusta á flutning hennar með því að smella á þessa slóð. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli