sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Lifað í spíral

21.02 22/10/07 - 0 ath.

Í lífinu förum við einatt í spíral, sem er gott og betra en að hringsóla! Eftir langferð í vinnu, búsetu eða einkalífi leitum við oft til “baka” í einhverjum skilningi. Ég kom eftir stóra hringferð á minn reit og lenti í bæ afa og ömmu með mitt fólk. Benskuminningar og búsetubrot setti ég niður að beiðni Vesturbæjarblaðsins sem birti í októberblaði 2007. Áfram…

Kennimaðurinn Sigurbjörn Einarsson

12.21 20/11/06

Sigurbjörn ljósm ÞKHMér var falið að flytja stutt erindi, 10 mínútna langt, um kennimennsku Sigurbjörn Einarsson. Tilefnið var orðlistadagur Grafarvogskirkju, sem vonast er til að verði árlegur viðburður. Viðfangsefni var orðlist Sigurbjörns. Erindið, eiginlega örerindi (!) fer hér á eftir. Áfram…

Fannfergi og kennimennska

11.53 20/11/06

GrafarvogskirkjaÞað hefur löngum blásið um Sigurbjörn Einarsson, biskup. Í gær var haldin hátíð til heiðurs þessum jöfri andlegra orðlista á tuttugustu öld. Það var eiginlega við hæfi að gert hefði byl og allt væri á kafi í snjó. Áfram…

Matthías Jochumsson

21.53 11/11/06

Tími Matta er kominn! Þórunn E. Valdimarsdóttir hefur skrifað stórbók um Matthías Jochumsson. Hann var risi í menningarlífi Íslendinga, skemmtilega frakkur guðfræðingur og eitt besta sálmaskáld þjóðarinnar bæði fyrr og síðar. Áfram…

Halldórsmessa í Neskirkju

09.05 15/6/06

Sjö prestar hafa starfað í þágu Nessafnaðar í nær fimmtíu ára sögu safnaðarins í vesturbæ Reykjavíkur. Sr. Halldór Reynisson var fimmti Neskirkjupresturinn og þjónaði söfnuðinum í sex ár, frá 1995. Hann stýrir nú fræðslusviði á Biskupsstofu. Sunnudaginn 18. júní prédikar sr. Halldór í Neskirkju og þjónar fyrir altari. Áfram…

Saga stúdent

14.15 12/6/06

Saga SigurðardóttirÞað var mikið um dýrðir í Háskólabíó þegar Versló útskrifaði stúdenta. Saga var í þeim fríða flokki. Það vermdi pabbahjartað að sjá hana ganga ákveðið fyrir Sölva skólameistara og taka við prófskírteini og innsigla síðan lokin með handabandi. Saga hefur alla tíð verið dugmikil í störfum sínum og ann sér sjaldan hvíldar. Áfram…

Svava Sólveig og Gunnar Örn

13.36 12/6/06

Þau giftu sig í Neskirkju og nú eru þau hjón bæði fyrir Guði og mönnum. Það var skemmtilegt að undirbúa hjónavígsluna með þeim. Svaramennirnir voru ábyrgir og vildu hafa málin á hreinu og allt tókst því vel til. Svava Sólveig Svavarsdóttir og Gunnar Örn Gunnarsson búa á Kóngsbakka 13. Áfram…

Salbjörg og Sverrir eru hjón

17.24 25/5/06

Hjónavígsla í Neskirkju í dag, 25. maí 2006. Salbjörg Óskarsdóttir og Sverrir Harðarson gengu í hjónaband. Eftir kulda liðinna daga skein sól uppstigningardags fallega, vorið kom að nýju og náttúran fagnaði. Arnheiður, dóttir Salbjargar, bar hringana inn Áfram…

Jesús frá Montreal

14.23 25/4/06

Meistarinn frá Nasaret í passíukvikmyndinni Jesus de Montreal er knippi af klisjum úr ýmsum áttum, úr hippahefðinni, Jesúvinsamlegum pólitískum byltingarhefðum sem og frómleikahefðum. Myndin var sýnd í Jesúbíó í Neskirkju. Ég flutti innlýsingu og hún birtist hér að neðan. Áfram…

Jesus de Montréal

11.30 23/3/06

Jesús frá Montreal er fjórða Jesúmyndin af sex sem sýndar eru Neskirkju á sunnudögum kl. 15.00 undir yfirskriftinni Jesúbíó. Myndin er bæði hefðbundin Jesú-mynd og mynd um kristgerving, þar sem mörkin á milli persónu Jesú og leikarans, sem leikur hann, verða stöðugt ógreinilegri. Áfram…

Heimafengin hamingja

21.35 19/3/06

Flestir Íslendingar eiga eitthvert skyldmenni, sem gengur að altarinu og fermist á þessu vori. Hvað skyldi þetta unga fólk þrá mest? Hluti, umbúðir eða eitthvað annað? Eitt af verkefnum fermingarbarna í Neskirkju var að vitja innri manns og skrifa niður langanir Áfram…

Mattheusarguðspjall í Neskirkju

08.20 9/3/06

Mattheusarguðspjallið frá 1964 er næsta myndin í Jesúbíóröðinni í Neskirkju og verður sýnd sunnudaginn 12. mars kl. 15. Þetta verk Pasolinis er n.k. andsvar við bandarísku Jesú-myndunum, sem gerðar voru um svipað leyti. Áfram…

Jesúbíó í Neskirkju

08.32 3/3/06

The King og kingsKvikmyndasýning verður í Neskirkju sunnudaginn 5. mars kl. 15. Á dagskrá er Jesúmyndin Konungur konunganna frá 1927. Þetta er vissulega “stórmynd”, vitnisburður um trúarlega innlifun og metnaðarfulla kvikmyndalist þess tíma. Þetta er fyrsta myndin af sex sem sýndar verða í kirkjunni næstu sunnudaga um Jesú Krist eða kristsgervinga – Jesúbíó á föstu 2006.

Áfram…

Kirkjuviðmið og hjónavígslur samkynhneigðra

09.44 19/2/06

Ef elskan er meginstef Biblíunnar, mannkærleikur aðaltriði og mannhelgi ofurgildi er ekkert skrítið, að margir guðfræðingar og kirkjumenn hugsi stíft, hratt og líka langar hugsanir og séu jafnvel farnir að æfa ný kórstykki. Hér á eftir er íhugun frá málþingi RIKK 17. febrúar 2006. Áfram…

Gulrótarkveðja

21.14 24/10/05

Lilja Sólveig Kristjánsdóttir

Lilja Sólveig Kristjánsdóttir kom í heimsókn í dag með gómsætar vöfflur, sem hurfu fljótt. Svo var hún með poka líka. Í honum gullrætur og vísublað. Á því stóð gulrótarkveðja, sem varð til í kollinum á Lilju, eftir því sem hún sagði fyrir orðastað Ísaks og Jóns Kristjáns. Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli