sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Engill í húsi

08.21 3/5/11 - 0 ath.

Hús DrottinsÉg á fimm börn og þau eru gimsteinar. Þegar yngstu drengir mínir, tvíburar sem nú eru fimm ára, fæddust hafði ég næði til að íhuga hvernig börn geta breytt heiminum. Fyrstu vikurnar hleyptum við, heimilisfólkið, ekki streitu að okkur. Váleg tíðindi og vondum fréttum var haldið utan húss. Löngun að kveikja á sjónvarpsfréttum þvarr og útvarpsfréttir hljómuðu lágstemmt. Það var helst að ég fletti netmiðlum á skjánum til að skima fréttayfirlitin, þó ekki væri nema til að fylgjast með gengi minna manna í enska og spænska boltanum! Áfram…

Fermingargjöfin í ár

14.25 11/4/11 - 0 ath.

FermingFermingarungmenni eru ekki hlutafrík heldur hamingjufólk. Unglingar slá vissulega ekki hendi á móti pakka, en mikilvægast er þeim hið góða líf. Þau vilja hamingju fremur en dót. Þessi pistill birrtist í Fréttablaðinu 5. apríl 2011 og sama dag á tru.is.

Áfram…

Snú, snú

10.48 6/12/10 - 0 ath.

DSC00140Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Áfram…

Skera tærnar af?

14.38 3/11/10 - 0 ath.

Í sögunni um Öskubusku voru tær og hæll sneidd af til að skór passaði á fót. Grikkir sögðu forðum frá Prokrustes, sem teygði fórnarlömb sín eða hjó af þeim fætur til að þeir pössuðu í legstæði. Svona sögur voru mönnum áminning um að óhentugir staðlar valda skaða. Áfram…

101 Öxará

14.19 5/10/10 - 0 ath.

DSC08533Hvað tekur þú með þér inn í haust, myrkur og vetur? Hvaða liti, hljóð, sögur, orð og upplifanir eru þitt vetrarnesti? Ég nýt þeirrar blessunar með konu minni að horfa líka á veröldina með fimm ára drengjum okkar. Við reynum að miðla þeim visku og vitum að á þessum árstíma eru Þingvellir aðalstaðurinn til upplifana. Við notuðum því laugardaginn til pílagrímsferðar inn i ríki blámans, langsýna og skýrleika. Gjárnar seiddu, hægur Silfrustraumur heillaði og haustlitir glöddu. Við skokkuðum upp hleðslugötuna upp hallann og í Stekkjargjá og síðan að úðandi Öxarárfossi. Áfram…

Ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi

23.13 24/3/10 - 0 ath.

DSC09430Haldinn var fundur á vegum Skógræktarfélags Íslands 23. mars, 2010. Jón Guðmundsson, Akranesi, var fyrirlesari kvöldsins. Ljómandi skemmtilegt kvöld og afar fræðandi fyrirlestur, örvandi og hvetjandi. Ávaxtatré geta lifað á Íslandi, en aðalatriði er að velja réttu yrkin og fara rétt og vel með þau. Þá eru þau yndi augna, nefs og ávextirnir fara í glaðan munn og maga. Jón minnir á að það eru yfir níutíu ár síðan epli þroskuðust fyrst á Íslandi. Áfram…

Vatn

13.59 23/3/10 - 0 ath.

DSC04835Hvað var í kringum þig, var þitt nærsamhengi, þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inní mömmu – þá fæddist þú. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að mestu vatn. Þú varst og ert vatnssósa. Svo héldu elskuarmar á þér við skírnarlaug. Áfram…

Snjóbolti og iðrunarganga

12.35 12/3/10 - 0 ath.

DSC02876Snjóbolti flaug og lenti beint í höfðinu á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði sig svo niður. Svei mér ef hún hafði ekki meitt sig. Skotmaðurinn fylgdist með þegar grátur afmyndaði andlit stúlkunnar og líkama. Ópin bárust milli húsa. Þá hljóp ég í hvarf og íhugaði vandann. Mér fannst leitt ef hún hefði skaðast. Það var ekki tilgangurinn. Jæja, það varð að hafa það, hún hlaut að jafna sig. Svo var haldið til annarra markskota í öðru samhengi.

Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði, eitthvað hafði komið fyrir. “Sestu niður, vinur,” sagði hún. Áfram…

Málaskrá vegna kirkjuþingskosningar 2010

17.00 9/3/10 - 0 ath.

blómstrandi kirkjaÉg býð mig fram til þjónustu á kirkjuþingi. Þjóðkirkjan er á tímamótum og verkefni kirkjuþings því mikilvæg og heillandi þjónustumál. Mér sýnist menntun mín og fyrri störf geti nýst til gagns á þeim vettvangi. Ég er nú varamaður á kirkjuþingi. Hér að neðan er málaskrá mín eða þau atriði sem ég hyggst beita mér fyrir og vinna að.

Val á starfsmönnum kirkjunnar
Auka þarf fagmennsku og skilvirkni í ráðningarferli. Huga þarf að heildarþörfum kirkjunnar og hagsmunum sóknarfólks, umsækjenda og vinnuveitenda. Núverandi kerfi þarf að endurskoða og má bæta. Brýnt er að bæta mannauðsstjórn á vegum kirkjunnar. Jafnvel er vænlegt að færa starfsmannamál undir kirkjuráð. Vandkvæði vegna agabrota í kirkjunni og afbrotamála knýja á nýhugsun. Áfram…

Fallegast og dýrmætast

11.52 19/10/09 - 0 ath.

4 ára við Niðarósdóminn“Nú mega allir krakkar sem eru fjögurra ára koma fram að altarinu” sagði presturinn. Í kirkjunni spruttu þau á fætur og með þeim gengu fram mömmur, pabbar eða afar og ömmur. Eldri kynslóðin stóð til hliðar altarinu en börnin settust við skírnarfontinn þar sem fimm börn höfðu verið skírð í byrjun athafnar. Áfram…

Þöggun í málfrelsi — Krafa um heiðarleika

14.20 30/3/09 - 0 ath.

Að undanförnu höfum við orðið vör við höft og hindranir af ýmsu tagi. Til dæmis kvarta margir sáran undan gjaldeyrishöftunum. Í umróti síðustu mánaða er þó eitt haft sem hefur rofnað hjá fjölda fólks. Það er tunguhaftið. Áfram…

Þjóðfélag vonarinnar — félagslegt réttlæti

09.27 16/3/09 - 0 ath.

Hér á eftir er fjórða grein okkar áttmenninga, guðfræðinga, sem túlka viðfangsefni í ljósi kreppunnar á Íslandi. Greinarnar hafa birst undanfarna sunnudaga í Morgunblaðinu. Áfram…

Sáttaleið – Um forsendur fyrirgefning

19.43 8/3/09 - 0 ath.

Atburðir síðustu mánaða hafa sýnt að ranglæti hefur viðgengist á Íslandi. Um það ranglæti höfum við fjallað í tveimur greinum á þessum vettvangi að undanförnu. Einstaklingar og stofnanir hafa valdið eða stuðlað að óréttlæti. Hvernig eigum við, þjóðin, að bregðast við? Áfram…

Sársaukinn í samfélaginu — Guðfræðin og hrunið

18.21 8/3/09 - 0 ath.

Sársauki hefur hríslast um íslenskt samfélag síðustu vikur og mánuði, sársauki brostinna vona. Kvíði og ótti hefur seytlað inn hjá ungum jafnt sem öldnum. Í ævintýraheimi barnanna verður kreppan að ófreskju. Áfram…

Merking lita í kirkjulífi og skrúða

15.14 26/3/08 - 0 ath.

Þjóðkirkjan hefur notað fjóra liti, grænan, hvítan, rauðan og fjólubláan í helgihaldi sínu síðustu áratugi. Litanotkun er þó að breytast og verða ríkulegri. Áhrif frá erlendum kirkjum eru skýr. Hér er ofurlítið yfirlit þeirra lita sem notaðir eru í stærstu kirkjudeildum kristninnar. Þeir eiga sér ekki allir hefð eða notkun í íslensku þjóðkirkjunni. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli