sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Eitt eilífðar smáblóm

11.10 3/6/04

fjallblóm

Það er undursamlegt að horfa á smáblómin í átta hundruð metra hæð yfir sjó. Hugurinn leitar til þjóðsöngs, 90. Davíðssálms og gæsku Guðs, sem gefur fegurð og líf líka í harðneskjulegu umhverfi.

Blómin sótt

10.51 3/6/04

Þegar Tinna varð stúdent fylltist húsið af blómgróðri úr garðinum. Hann er alltaf snemma til, blómin vaxa fljótt í steinhæðinni fyrir framan húsið. Elín stiklar gjarna út til að lesa blóm í vasa. Engu skiptir þótt vætan sé mikil og rigningin lemji. Bara að fara í úlpuna!blómasókn

Undursamlega borg

10.34 3/6/04

Reykjavík er undursamleg í sumarbirtunni. Það er gott þegar hugur er þreyttur að hlusta á raddir sumarsins, lykta, svitna í uppganspuðinu og njóta síðan hinnar undursamlegur útsýnar.

Reykjavík

Undursamlega Esja

23.47 2/6/04

Esjan heillar. Við Elín fórum í Esjugöngu í kvöld. Borgin var fögur en stórkostlegast var að upplifa snemmsumarið. Fuglar, þrestir og rjúpur fylltu eyrun með músíkl. Birkilyktin var svo megn að mér fannst ég vera kominn í Þórsmörk. Sálin tók lífkipp og það var gott að lifa svona unaðsgöngu eftir sálgæsluannir og raunir undanliðinna daga.

elín í esjuklettum

Rán og Nick

14.06 2/6/04

Þau koma vel undan tuttugu ára hjúskap. Sitja í sínum fallega garði við upphaf afmælisveislu hjúskapar og svo átti auðvitað Rán afmæli líka. Hún fékk Nick einu sinni í afmælisgjöf

Rán og Nick - 20 ára hjúskapur

· Næstu færslur »

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli