sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Kirsuber og kyssuber

09.10 21/8/10 - 0 ath.

IMG_1185Ávaxtarækt í garðinum okkar gengur vel þetta sumarið. Það hefur nú reyndar verið unaðslegt og ávaxtasamt. Í vor fór ég til Ólafs Njálssonar í Nátthaga, keypti af honum þrjú tré, naut aðstoðar hans og ráðgjafar. Fór svo heim og stóð ég eins og hver annar frjóvgari með vatnslitapensil á lofti og kitlaði blómin. Athæfið og atferlið var blessað. Epli þroskast og kirsuberin eru vísast um eitt hundrað. Perutréð vildi festa rætur og slappa af. Svona líta kirsuberin út um miðjan ágúst. Gestirnir spyrja forviða: “Hvað er þetta eiginlega við stéttina?” Ég felli einhver stór tré en kaupi mér í staðinn ávaxtatré næsta vor, kirsuberjatré, kanski plómutré og örugglega eplatré líka. Drengirnir kalla berin kyssuber – það er seiðandi réttnefni. Ísak sagði við bróður sinn: “Passaðu þig að borða ekki kyssuberin – þú gæti orðið ástfanginn.” Pabbanum þótti engin ógn og fékk sér ber – og kenndi sínum karli svolítið í viðbót um líf og lífsnautnirnar.

Myndasíða

17.52 4/11/05

Smellið á þessa myndaslóð http://www.flickr.com/photos/56754544@N00/

Myndhlaða opnuð

11.19 28/10/05

Þegar smákarlarnir í Litlabæ komu í heiminn vildu ættingjarnir fá myndir, systir í Noregi vill fylgjast með, ættingjar í Kaliforníu líka. Svo er fólk fyrir norðan sem hefur ekki séð ungviðið. “Þú sendir mér myndir!” Og það er betra ráð að smella dýrðinni á netið en föndra í viðhengjum. Áfram…

Arkitektinn öflugi

17.40 13/9/04

Richard BriemRichard Briem á mikinn heiður fyrir hönnun safnaðarheimilis Neskirkju. VA arkitektar hafa haft umsjón með teiknivinnu og hefur Richard stýrt þeirri vinnu. Það hefur verið sérstök reynsla að vinna með honum, alltaf hefur hann haft þolinmæði til að hlusta, alltaf vilja til að skoða nýja möguleika. Áfram…

Bláfjallageimur og gróin skriða

14.34 6/9/04

í Svarfaðardal

Hlauparar

09.00 24/8/04

Hlaupararnir Elín og HalldórÞað var stemming í borginni þegar Reykjavíkurmaraþonið var hlaupið. Fólk var á gangstéttum, með hljóðfæri, góðar óskir og gleði í hjarta. Íbúar á Lynghaga og Lindarbraut eiga sérstakt hrós. Ég var stoltur af þátttakendum og alveg sérstaklega ánægður með mína ástvini og félaga. Áfram…

Örn Bárður sér

18.18 22/8/04

sr. Örn Bárður skyggnist umKollegi minn í Neskirkju, Örn Bárður Jónsson, horfir til suðurs. Kross er við höfuð og kirkja að baki. Umhverfis kirkjuna er mikið líf og margt svo skemmtilegt að sjá. Það er gaman að vinna með manni, sem er vökull og ekki telur eftir sér að skyggnast um í samfélagi og kirkju. Áfram…

Mót ljósi

18.21 2/8/04

dýjamosiDýjamosabreiðurnar á Hofsdal eru heillandi. Blómin teygja sig mót himni og vatnsdroparnir eiga sér öruggt hreiður. Ég dróst aftur úr göngufélögum við að mynda undrin.

Áfram…

Já, já, já

17.55 10/7/04

Steinnun Ýr og Birgir RafnÞegar Steinunn Ýr Randversdóttir sá dyravörðinn á Kaffi Akureyri varð hún fyrir ástarvitrun. Hún gekk inn í veitingasalinn, seig niður í stólinn hjá systur sinni, sem þar var. Svo stundi hún upp: ”Ég á eftir að giftast þessum manni. Hann á eftir að verða maðurinn minn!” Steinunn hefur alltaf rétt fyrir sér og í dag gekk hún að eiga hinn föngulega Akureyring Birgi Rafn Friðriksson. Ég var svo heppinn að vera vígslumaður í hjónavígslunni. Áfram…

Gróttugæði

19.45 8/7/04

Seltirningar hafa búið vel að göngufólki með stórkostlegum rölthring yst á nesinu. Útsýn er mikil í góðu skyggni, ríkuleg náttúra og frágangur til fyrirmyndar.

akrafjall og skarðsheiði

Áfram…

Orkideur eru yndislegar

22.53 1/7/04

orkidea í kvöldbirtunni

Mér finnst þær hreinasta sköpunarundur.

Sólfang

10.50 26/6/04

Jesús minnti lærisveina sína á að gefa liljum vallarins gaum. Ég hef hlýtt því boði og starað á undrin sem verða í garðinum á hverjum degi. Lítið blóm breiðir út fíngerða silkikrónu til að verða sem best sólfang. Kristinn maður opnar sál sína til að verða sem best ástfang. Myndin er af valmúa hér úti í garði.

sólfang

Handbókin er góð

21.48 12/6/04

Perla og handbók presta

Perla af Seltjarnarnesinu kom í heimsókn. Hún hélt sig í nágrenni við handbók presta. Þar var hún öruggust!

Jói fór í lautarferð

08.10 8/6/04

Jói í lautarferðJóhannes Guðmundsson, vinur minn, fór austur í Árnessýslu á sjómannadag til að fara í lautarferð. Þótt borð væri fyrir hendi tók hann ekki annað í mál en að nýta sína piknik-körfu. Mamma hafði nokkuð hjálpað til bæði við innkaup og útbúnað en svo er hann sjálfur fullfær um að ganga frá öllu hinu. Það er bara þannig að í lautarferðum hefur maður köflóttann dúk og almennilegt sett til nota. Svo er undursamlegt fyrir okkur hin að upplifa hinn hiklausa stæl. Flottur Jói.

Rúnar í Neskirkju

22.56 4/6/04

Rúnar Reynisson er hér í aksjón í kirkjunni. Í huga Rúnars er stofnunarminni Neskirkju varðveitt. Rúnar er orðinn elsti starfsmaðurinn og okkur nýgræðingunum til stuðnings og leiðbeiningar.

Rúnar Reynisson

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli