sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Limebakaður kirkjulax

13.45 27/12/10 - 0 ath.

Þegar dimmir, kreppir að, margt verður mótdrægt í samfélagi Íslendinga er ljómandi að snúa bökum saman og halda veislu i kirkjunni. Starfsfólk Neskirkju, sjálfboðaliðar s.s. fólk i kórum og ráðum, efndi til vetrarhátíðar 11. nóvember. Hópur fólks eldaði, aðrir sáu um dagskrá, skreytingar og skemmtiatriði. Þessi samfélagshátíð efldi hug, kynni og veitti ljósi inn í líf okkar. Áfram…

Skankapottur – lambakjöt

11.13 11/1/10 - 0 ath.

lambaskankar

lambaskankar

Skankar eru vannýtt hráefni en ástæða til að nýta. Hér er uppskrift sem varð til við tiltekt í ísskápnum. Þetta er matarmikill réttur og á að vera stórskorinn! Skanka má alltaf fá í Melabúðinni og þeir eru alltaf góðir þar. Melabúðin sér um sína. Rétturinn gengur hjá börnum – mínir fjögurra ára voru matgírugir og þá er nú kokkurinn sæll. Fyrir 5.

Hráefni
1,5-2 kg skankar (eða magurt súpukjöt)
salt og pipar eftir smekk Áfram…

Kalkúnn – jólamaturinn okkar

14.24 22/12/09 - 0 ath.

kalkúnn fyrir jólinJólin eru okkar stóra þakkargerðarhátíð og tilefnið er himingjöfin besta. Ekkert annað en góður matur hæfir. Uppskriftin, sem kom úr gömlu jólablaði Mbl, er ætluð átta manns. Það er ljómandi að eiga afgang á jóladag og svo er hráefnið gott í böku. Hafið hugann við eldamennskuna, en beikonvafningurinn gerir gott hráefni að dásamlegum kosti. Athugið að byrja þarf á matreiðslunni snemma á aðfangadegi, vegna langs steikingartíma Áfram…

Marineruð lúða með piparrótarsósu

20.06 2/11/09 - 0 ath.

dásamleg lúða

dásamleg lúða

Ég byrjaði sunnudaginn með því að marínera lúðu meðan ég hlustaði á umræðuþátt Ævars um ríkið. Þátturinn var góður en maturinn betri. Þetta er fínn réttur og stundum höfum við Elín notað hann sem forrétt, svo litskrúðugur, rífandi góður og heillandi. Mæli með matargerðinni og máltíðargleðinni. Áfram…

Smálúða í estragonsósu

22.55 16/3/09 - 0 ath.

Þú verður nú að skrá þessa uppskrift var niðurstaða míns fólks eftir netta fiskveislu á laugardagskvöldi. Ungsveinarnir borðu vel og allir voru kátir yfir fínlegu bragðinu. Áfram…

Möndlu-lambalæri

22.12 16/3/09 - 0 ath.

Hvað ætti ég gera við þetta myndarlega lambalæri sem kom úr frystinum? Eitthvað austrænt var tillaga heimilisfólksins. Svo var marinering útbúin degi fyrir steikingu, stungið í lærið hér og þar til að tryggja gott aðgengi kryddsins, lærið þakið góðgætinu og látið standa. Áfram…

Heródesarkjúklingur – uppskrift til unaðar

15.09 7/11/08 - 0 ath.

Hani Pílatusar er frægasti hani veraldar. En hæna Heródesar er síður kunn en hefur örgglega verið matreidd með kúnst fagurkerans. Hér er uppskrift að tilgátu-Heródesarkjúkling sem áttatíu manns nutu á Torginu 6. nóvember. “Þetta ætla ég að elda um helgina” sögðu nokkur. Presturinn mælir með því og uppskriftin fer hér á eftir. Áfram…

Biblíukjúllinn

11.31 21/10/08 - 0 ath.

“Ég kem nú ekki oft í kirkju,” sagði kona við mig, en ég stóðst ekki þessa freistingu. Þetta var góður matur, bætti hún við. Fjölmenni var í fyrstu biblíumáltíð Neskirkju, sem eru á fimmtudögum í hádeginu. Biblíumatur er bragðgott heilsufæði. Uppskrift Maríukjúklingsins er meðfylgjandi. Áfram…

Nautakjöt pönnusteikt – Týnda syninum fagnað

22.23 27/2/08 - 0 ath.

Þú verður nú að skrá þessa uppskrift sagði mitt fólk við kvöldverðarborðið. Er í tilraunum með biblíumat og var að gera tilraun með þurrkaða ávexti. Það skal tekið fram að þau sem glöddust mest yfir matnum voru að koma úr World Class, sem er hluti ánægjuskýringarinnar. Áfram…

Lúða í rasphjúp

20.24 31/1/05

Fiskmáltíð gælir við heilbrigði. Matseldin er einföld og tekur ekki nema um tuttugu mínútur. Ágætt að muna við matseldina að fiskur gegnir táknhlutverkum í helgum ritum. Í spádómsbók Jeremía er endurkoma fiskimanna úr herleiðingu í Babýlon tákn um endurreisn.

Áfram…

Kjúklingur, núðlur og sveppir

12.17 23/1/05

Einföld uppskrift, einföld matreiðsla og góð fyrir alla aldurhópa. Létt í maga, góð á bragðið og fáar hitaeiningar. Er þetta ekki ákjósanlegt? Við Litlabæjarfólk mælum með þessum rétti. Góð sunnudagsuppskrift! Áfram…

Andabringa í upphæðum

18.08 21/1/05

andabringa

Það er gaman að elda önd á föstudagskvöldi fyrir fólkið sitt. Hér er góð uppskrift og það var umlað við borðið. Á mínu heimili býr glatt veislufólk. Lífið er rétt og gott þegar það segir: “Þetta er nú það besta sem ég hef smakkað.” Áfram…

Pepperonipasta og sólþurrkaðir tómatar

20.43 17/1/05

pepperonipastaÞessi uppskrift hefur fylgt okkur lengi og gengur undir nafninu pepperonipasta. Hún er einföld og góð, og hefur verið notuð í ýmsum samkvæmum fyrir eldri og yngri. Auðvelt er að elda hana margfalda eins og gert var í fimmtán ára afmæli Þórðar. Þá voru yfir þrjátíu í mat. Áfram…

Fasanabringur og rótarávextir

13.46 21/11/04

Ég eldaði fasanabringur fyrir konu mína á föstudagskvöldið og fékk prik fyrir. Hverfisverslanirnar hafa verið með tilboð á framandi fuglum og sjálfsagt að láta freistast. Fasanakjöt er ljómandi, auðvitað villibráð en þó ekki eins rífandi bragðmikið og gæsakjöt. Áfram…

Gulrótasúpa með döðlum og karrí

19.05 18/11/04

gulrætur í súpuna

Súpudagar Sigurðar eru háðir þessar vikurnar! Þegar ég var búinn að spyrja fermingarbörnin fór ég heim og eldaði eina af uppáhaldssúpum okkar Litlabæinga, sæta og bragðsterka gulrótarsúpu. Hún er hitaeiningasnauð, trefjarík og gælir við hjartað.

Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli