sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Tenntir karlar

13.50 12/6/06

Það er gaman að fylgjast með þroskaferli barna, verða vitni að undrum daganna, framförum, máltöku, hreyfiþroska og öllu þessu sem þarf til að verða fullþroska manneskja. Nú eru báðir strákarnir komnir með tvær tennur. Ísak fékk sína fyrstu tönn 5. maí og var mjög stoltur. Svo kom sú næsta í byrjun júní.

Áfram…

Tvibbamál

17.46 21/10/05

Það var gaman að fylgjast með Gígju ljósmóður vega tvibbana. Hún notaði gömlu aðferðina, sem ég hélt reyndar að væri aflögð, en er greinilega í fullu gildi. Lítill strípaður kútur settur í bleyjupoka og svo vigtaður í reislu af gamla taginu. Þeir voru alveg kyrrir í pokanum, settu sig í fósturstellingu og virtust kunna þessu ljómandi vel. Vegnir en ekki léttvægir fundnir! Vona að þeir verði þannig í lífinu.

Áfram…

Tvíburar í Litlabæ

16.28 12/10/05

Jón Kristján og Ísak 12. október 2005

Jón er kominn heim og Ísak líka. Litlabæjarfjölskyldan er ekki lítil heldur stórfjölskylda. Okkur Elínu fæddust tvíburar 26. september, tveir strákar. Annar þeirra kom heim með mömmunni fyrir viku síðan, en hinn kom í dag. 12. október er því hamingjudagur.

Áfram…

Spilað úr Hagaskóla

18.38 9/6/05

Þórður spilar við útskriftFögnuður, kátína, frábær námsárangur og framtíðarfólk. Tíundi bekkur Hagaskóla var útskrifaður í dag. Athöfnin var í Neskirkju. Einar skólastjóri hélt inntaksríka ræðu, afburðanemendur voru hlaðnir gjöfum og lofi að verðleikum. Svo spilaði Þórður frumsamið verk á flygilinn og spilaði með bravúr. Bekkjarsystkinin stóðu á fætur og æptu lof flutningi og spilara. Pabbinn er alltaf jafnhissa á færninni því Þórður hóf ekki píanónám fyrr en síðastliðið haust.

Áfram…

Þórður 15

11.51 17/1/05

Þórður Sigurðarson 15 ára!Heillakarlinn hann Þórður átti fimmtán ára afmæli í gær, 16. janúar. Hann kom okkur á óvart og vildi bjóða öllum krökkunum í bekknum. En hvaða góð áform styður maður ekki? Svo kom hópurinn, sem var hrífandi. Afmælisbarnið geislaði, bekkjarfélagarnir glönsuðu og upplifun kvöldsins var frábær. Áfram…

Steinbærinn í sparifötum

17.39 13/11/04

nýr baðstofugluggi

Að vera húseigandi þýðir viðhald. Að eiga þriggja alda hús merkir mikið viðhald. Búið er að byggja við en nú er búið að loka hringnum. Litlibær, gamli steinbærinn, naut í haust dekurdaga. Nú er búið að fjarlægja allt gamalt járn, allar fúaspýtur, endurbyggja eða styrkja veggi, skipta um glugga og kjallarahlera, endurnýja kápu og járna að nýju. Litlibær brosir við öllum heiminum að nýju.

Gunnar Bjarnason, einn mesti völundur þjóðarinnar, er sem fyrr ábyrgur fyrir öllum framkvæmdum í Litlabæ. Undir hans stjórn voru þeir Ólafur Ólafsson og Fáfnir Árnason. Svo var rifið og íhugað. Grétar Markússon, arkitekt, var til ráðgjafar að venju, sem og Magnús Skúlason hjá Húsfriðunarnefnd. Litlibær er steinbær og það verður að vanda alla framkvæmdaþætti. Heimafenginn smekkur fær ekki að taka ráð af fagrágjöfinni.

allt ónýtt rifið burt

Mamma og pabbi vissu vel að timburverkið væri lélegt. Mamma sagði á sínum tíma og brosti: “Þetta hangir uppi af gömlum vana. Ef þið hróflið við því verður gera við allt!” Það var rétt, ástand hússins var verra en ég átti von á og viðgerðin því meiri en séð var fyrir. En nú er hún búin utan húss. Gluggarnir eru vel smíðaðir, vandað var til allra viðhaldsþátta.

Nú er enginn dragsúgur lengur í Litlabæ, húsið er þétt. Hitinn er jafn. Ekki næðir lengur í kolakjallaranum. Það er gaman að horfa á gluggana innan frá. Ekki lengur mosaskán á bak við gluggalista. Engin barátta lengur við geitunga, sem vildu byggja sér bú í veggjunum. Nú er bara eftir að ganga frá smáviðgerð innanhúss og mála gluggana þegar sól hækkar á lofti. Nýklæddur bærinn ljómar þegar sólin skín, gleður heimilisfólkið og gleður líka húsbóndann, sem var alinn upp í þeim anda að það skuli vanda sem lengi á að standa.

Húsafriðunarsjóði er þakkað fyrir framlag við viðgerð, Húsverndarsjóði fyrir styrk til gluggasmíðinnar og arkitektum ráðgjöfin. Gunnari og hans góðu mönnum skal enn þakkað fyrir smíðar. Verkið lofar meistarann nú sem fyrr.

Þórður Sigurðarson, fjórði íbúinn í beinan karllegg, fagnar ásamt vini sínum Sigursteini Gunnarssyni. Þórður afi fæddist þarna undir súðinni svo Þórður yngri er á heimaslóð!

Búkona í slátri og berjum

20.40 18/10/04

Svanfríður KristjánsdóttiSláturtíðin er langt komin. Skynsamir fara í Hagkaup í Skeifunni og ná sér í þrjú eða fimm slátur. Mamma fór í fyrra en ekki í ár. Nú er hún látin. Tíminn og kuldinn vekja angurværar minningar um búkonuna, sem ekki unni sér hvíldar fyrr en hauststörfin voru unnin, tunnur fullar og enginn myndi svelta. Hér á eftir eru minningar um mömmu úr bernsku minni.

Áfram…

Baggar bundnir á Grímsstaðaholti

16.11 8/9/04

í túni heimaPabbi fæddist undir súðinni í Litlabæ á Grímsstaðaholti. Svo þegar afi og amma voru bæði fallin frá var kotið hans. Pabbi var framkvæmdamaður, áhugamaður um arkitektúr og byggingameistari að auki. Pabbi vildi byggja fjölskyldu sinni hús í landi Litlabæjar og leigði steinbæinn út. Áfram…

Hvítlaukur úr garðinum!

16.34 2/8/04

hvílaukur í þurrki

Undur og stórmerki gerast í garðinum. Hvítlaukur er fullsprottinn nú í ágústbyrjun. Elín kom stiklandi og skríkjandi með eitthvað úr garðinum. Við Þórður stilltum okkur upp og svo sáum við undrið. Ávöxtur úr eigin garði, hvorki meira né minna en hvítlaukur.

Hvítlaukur er notaður í matargerð Litlabæjar sem næst á hverjum degi. Ég nota jafnvel marga heila lauka við steikingar á kjúkling og lambakjöti. Helst vildi ég geta notað hvítlauk í deserta og kökur líka.

Það er því mikill viðburður, já eiginlega stórviðburður þegar þetta undrakrydd og Guðsgjöf verður til innan seilingar. Þessi laukur er sá fyrsti úr garðinum. Nú verður laukurinn þurrkaður. Hann fær að hanga hjá englinum í forstofunni. Þeir eru góðir saman og taka á móti og blessa gesti og heimilisfólk sem fer hjá. Kannski hefði átt að hafa hann í meira myrkri, en það er svo gaman að sjá hann þegar maður fer út og inn. Nú er bara að ákveða í hvaða veislu laukurinn fær að heilla! Það verður einhvern tíma í haust. Heimaræktað er bragðbetra en það sem keypt er.

Til heiðurs heilsu og vináttu

14.59 12/7/04

vinkonur

Heilsuklúbburinn er sex ára og hélt í dag mikið Gestagjafaboð í Litlabæ. Borð eru út um alla lóð, veitingarnar ótrúlega flottar. Áfram…

Kajakferð

08.06 8/6/04

sjómennskan, já sjómennskanSjómannadagurinn 2004 var kærkominn frídagur og nýttur til bátsferðar. Fjölskyldan var með vinum austur í Árnessýslu og hópurinn fór í kajakferð um síki og sund við Stokkseyri. Það var undursamlegt að damla milli sóleyja, mýrarfláka og fergins. Allir voru glaðir í framan og kátir að ferð lokinni.

Áfram…

Orkideur til yndisauka

22.36 4/6/04

orkideaOrkideur eru undursamleg blóm. Til eru yfir þrjátíu þúsund mismunandi afbrigði og brönugrasið er hin íslenska útgáfa. Ég sá orkideur álengdar fram eftir aldri, en hafði engar sérstakar tilfinningar gagnvart þeim. Í apríl 2000 breyttist allt. Þá fékk ég betri innsýn í veröld ástarinnar og blóm þeirrar tilveru. Áfram…

Þriggja alda hús

01.01 15/5/04

LitlibærKeðja kynslóðanna er löng og gott þegar maður er rækilega minntur á hana með eigin íbúðarhúsi og umhverfi. Við njótum þeirrar einstöku blessunar að búa í húsi með sál og sögu. Það hefur verið byggt í nokkrum áföngum. Áfram…

·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli