sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Má bjóða þér á stefnumót?

12.50 14/5/12 - 0 ath.

Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Pistill minn í Fréttablaðinu 14. maí fjallar um hjónalífið. Hægt er að nálgast hann að baki smellunni.

Fjögur þúsund flettingar

22.56 26/1/12 - 0 ath.

Miðlun á vefnum er mikilvæg fyrir alla, kjörmenn, kirkjuvini og líka biskupsefni. Því var stuðningsvefurinn www.sigurdurarni.is gerður. Það tók ekki nema tvo daga að vinna grunn vefsins, enda máttarfólk að baki. Og margir vildu skrifa. Svo var vefurinn opnaður síðdegis mánudaginn 23. janúar. Til hliðar urðu til fálmarar og tól á facebook, twitter, youtube, myndhlaða á Flickr og auðvitað netföng og annað sem er hluti heimasíðu. Áfram…

Ég býð mig fram til biskupsþjónustu

15.25 20/1/12 - 0 ath.

sigurdur arniÉg býð mig fram til biskupsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar.

Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Ég hef stundað nám í guðfræði á Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum.

Helstu stefnumál mín um framtíðarkirkjuna eru að baki áframsmellunni. Áfram…

Flott hjá þér

21.30 22/3/11 - 0 ath.

IMG_0776Fjölskylda mín fór fyrir skömmu til Ameríku. Við lentum í Seattle og ég átti von á hefðbundinni stórflugvallafýlu starfsmanna, sem tækju út pirring sinn á okkur ferðalöngum. Nei, ónei. Elskulegt fólk mætti þreyttum útlendingum. Einn sagði með hlýju í augum “verið velkomin” og annar sagði “njótið verunnar í Bandaríkjunum.” Takk, þetta var óvænt móttaka. Smáfólkið fékk líka sinn skammt, “fínn hattur” og “falleg peysa.” Jákvæðnin var skýr og almenn. Áfram…

Kirkjan og framtíðin

23.23 12/1/11 - 0 ath.

IMG_0404Hvert er kall tímans og hvernig svörum við áraun og aðstæðum lífs og samfélags?  Kirkjan – rétt eins og þjóðir – glímir við sögu sína og þarf að gera upp. Hvað verður? Það var skemmtilegt að ræða um kirkju og framtíð við presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Ég flutti fyrirlestur á fundi presta 12. janúar 2011 og ræddi um strauma tímans. Ýmis mál voru ydduð til að vekja umræður og umræðan varð gjöful. Margir lögðu hugmyndir og rök inn í umræðuna. En upphafsorð mín, inngangur umræðunnar er á upptöku að baki þessari smellu.

Skálholtsjárnið

23.14 12/1/11 - 0 ath.

DSC03013Skálholt hrífur og miðlar sögum til skemmtunar og eflingar. Fyrir helgi var ég á ráðstefnu eystra og naut töfra staðarins. Kirkjan gnæfði yfir land og líf. Í nóttinni skein hún eins og perla í næturhafi vetrarins. Hún tók elskulega á móti öllum, sem sóttu tíðir og Kristur opnaði fang sitt í kórnum. Þegar ég horfði á þetta fallega hús kom upp í hugann saga frá byggingartíma kirkjunnar. Járnið, sem sent var austur, var kolryðgað og ljóst að mikil vinna færi í að bursta það allt upp. Góð ráð voru rándýr og tímafrek. Einhverjir héldu, að járnið væri alveg ónothæft? Víl helltist yfir byggingarliðið. Einn stóð hugsi og vildi ekki lúta ryðráðum. Þegar volandi hópurinn gekk til náða fór hann út, festi járnadræsu aftan í bíl sinn og dró hana síðan eftir malarveginum út að Spóastöðum og til baka. Næturferðirnar urðu margar eða þar til allt járn hafði farið rúntinn. Ryðið svarfaðist af og málmurinn brosti skínandi bjartur við þeim, sem vöknuðu að morgni og mættu með vírbursta til vinnu. Áfram…

Þú ert í hættu!

08.57 14/12/10 - 0 ath.

DSC02271Jólasveinar eru á sveimi. Íslensku jólasveinarnir eru fullkomin andstæða hinna erlendu og rauðklæddu sánkti Kláusa. Íslensku sveinarnir gáfu ekkert. Þeir voru bófar, þrjótar og meira að segja dýraníðingar. Þeir tóku það, sem fólk þurfti að nota til að lifa. Þegar gaurarnir höfðu lokið spellvirkjum sínum kom síðasti jólasveinninn. Manstu hver hann var og hvaða hlutverk hann hafði? Áfram…

Endir eða upphaf?

09.11 19/6/10 - 0 ath.

fáni vor sem friðarmerkiFólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru:

„17. júní var lýðveldið stofnað. Í dag, 17. júní var upphaf endis þess lýðveldis!” Ég hrökk við. Hvað átti hann við? Já, alveg rétt, Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Íslendinga um inngöngu. Það hittist einkennilega á að málið skyldi afgreitt á hátíð þjóðarinnar! Áfram…

Valhöll eða „paradís“

08.14 3/4/10 - 0 ath.

Stríð eða friðurÍ fornum sið var haft fyrir satt að vopndauðir menn færu til Valhallar en risu síðan upp að morgni og berðust á ný. Vopndauði var þáttur í ímynd hetjunnar sem átti sér trygga endurkomu. Hrynjandi daganna var hin sama. Allt hneig í sama far, hringrás og endurreisn var tryggð. Lífið sigraði dauðann en til hvers? Er slík stríðshyggja eftirsóknarverð, vopnaglamur, hreystisókn, blóðsúthellingar, dauði hetju sem vaknar síðan til sama leiks á nýjum morgni, dag eftir dag? Áfram…

Á ártíð hrunsins

12.06 7/12/09 - 0 ath.

Hvert?

Hvaða leið?

Rúmt ár er liðið frá hruni íslenska fjármálakerfisins. Tímamótin eru tilefni ártíðar, en það er minningardagur sem er haldinn þegar ár er liðið frá andláti. Það sem dó var samfélagsgerð byggð á falskri hugmyndafræði. Árið hefur reynst samfélaginu erfitt. Hvert áfallið hefur rekið annað. Skelfileg ný mál hafa ítrekað komið í ljós. Áfram…

Glaðvakandi

15.26 28/11/09 - 0 ath.

glaðvakandi

glaðvakandi

Fjöldi bíla við kirkjuna skömmu fyrir hádegi á laugardegi i lok nóvember. Svefnpokar og dýnur er veiddar upp úr bílskottunum. Svo smella bílstjórarnir kossum á krakkakinnar. “Sjáumst á morgun, skemmtið ykkur vel.” Hvað er í gangi? Er einhver óvissuferð að byrja? Já, reyndar. Fjöldi 11 ára barna eru að byrja óvissuferð í heilan sólarhring. Þau fara ekki í rútu eitthvað út í náttúruna eða í skála. Þau fara mð svefnpoka og bakboka inn í kirkjuna. Þar munu þau gista, starfa, borða og vera næstu 24 tíma. Áfram…

Kirkjubylting í Noregi

10.57 20/10/09 - 0 ath.

Elisabeth MosengHvernig verður aukinni trúarfjölbreytni samfélags best mætt? Hver eru ábyrg viðbrögð kirkju gagnvart því að skólum er ekki lengur ætlað að sjá um skírnarfræðslu, heldur aðeins fræða almennt um trúarbrögð og lífsskoðanir? Þetta voru meðal þeirra spurninga, sem Norðmenn spurðu sig fyrir nokkrum árum. Svarið var skýrt: Góð fræðsla og gott uppeldi. Áfram…

Biblían er matarmikil

22.19 23/9/08 - 0 ath.

Jesús var mikill veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um þennan mat? Já, í öllum ritum Biblíunnar er eitthvað vikið að mat, borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Áfram…

Kyrrðardagur í Neskirkju

16.25 24/10/06

“Mig langar svo á kyrrðardaga, en ég hef ekki tíma til að ganga í svoleiðis klaustur í þrjá daga!” sagði kona við mig. “En hvað segir þú um að nota einn laugardag fyrir kyrrðardag?” spurði ég á móti. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Þess vegna er nú boðið til kyrrðardags í Neskirkju laugardaginn 4. nóvember. Áfram…

Tilgangur og kirkjuréttur

09.47 20/11/04

skírnarfontur

Þar sem engin markmiðsgrein er í kirkjulögunum má gera ráð fyrir að löggjafinn reikni með að eitthvað inntak sé í hugtakinu evangelísk-lútersk, sem stjórnarskráin nefnir. Hins vegar má ætla að löggjafinn leggi kirkjunni sjálfri á herðar að skilgreina markmið sín og tilgang.” Hugleiðingar um tilgang kirkjustarfs eru mikilvægar og varða regluverk kirkjunnar. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli