sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Lifað í spíral

21.02 22/10/07 - 0 ath.

Í lífinu förum við einatt í spíral, sem er gott og betra en að hringsóla! Eftir langferð í vinnu, búsetu eða einkalífi leitum við oft til “baka” í einhverjum skilningi. Ég kom eftir stóra hringferð á minn reit og lenti í bæ afa og ömmu með mitt fólk. Benskuminningar og búsetubrot setti ég niður að beiðni Vesturbæjarblaðsins sem birti í októberblaði 2007. Áfram…

Ritstörf og útgáfumál

21.54 20/5/04

Það eru mörg orð sem ég hef párað á blað, slegið inn á ritvél og síðan á tölvu. Hér á eftir kemur ritakjóran mín. Hún er væntanlega ekki tæmandi, maður hefur tilhneigingu til að gleyma einhverju smælkinu. Ég var um daginn að blaða í gömlum skjalabunkum foreldra minna. Þar fann ég greinar sem ég hafði skrifað í æsku og alveg gleymt að væru hluti veruleika og sögu minnar. Svo bætist við eftir því sem lífið blómstrar.

Áfram…

Lífsstiklur

14.53 19/5/04

“Kom þetta frá mér?” sagði Gosi einu sinni. Sama spurningin hoppar í huga þegar ég set saman skrá um lífsstiklur mínar. Sumar tiplurnar hef ég aðeins snert á handahlaupum, en annars staðar raunverulega stoppað til að vinna. Allt er þetta hluti lífssögu, þó margt sé vissulega undarlegt og næsta fjarlægt. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og áfram verður stiklað meðan líf er gefið. Það er spennandi að upplifa framvinduna. Hér kemur starfs- og menntunarferillinn.

Áfram…

·

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli