sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Brynjólfur Vilhjálmsson – minningarorð · Heim · Krísan í kirkjunni »

Kirsuber og kyssuber

Sigurður Árni Þórðarson @ 09.10 21/8/10

IMG_1185Ávaxtarækt í garðinum okkar gengur vel þetta sumarið. Það hefur nú reyndar verið unaðslegt og ávaxtasamt. Í vor fór ég til Ólafs Njálssonar í Nátthaga, keypti af honum þrjú tré, naut aðstoðar hans og ráðgjafar. Fór svo heim og stóð ég eins og hver annar frjóvgari með vatnslitapensil á lofti og kitlaði blómin. Athæfið og atferlið var blessað. Epli þroskast og kirsuberin eru vísast um eitt hundrað. Perutréð vildi festa rætur og slappa af. Svona líta kirsuberin út um miðjan ágúst. Gestirnir spyrja forviða: “Hvað er þetta eiginlega við stéttina?” Ég felli einhver stór tré en kaupi mér í staðinn ávaxtatré næsta vor, kirsuberjatré, kanski plómutré og örugglega eplatré líka. Drengirnir kalla berin kyssuber – það er seiðandi réttnefni. Ísak sagði við bróður sinn: “Passaðu þig að borða ekki kyssuberin – þú gæti orðið ástfanginn.” Pabbanum þótti engin ógn og fékk sér ber – og kenndi sínum karli svolítið í viðbót um líf og lífsnautnirnar.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2010-08-21/kirsuber-og-kyssuber/


© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli