sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Jólin – friðarboðskapur eða ævintýri? · Heim · Hvalur og rauðrófur – forréttur á föstu/þorra »

Skankapottur – lambakjöt

Sigurður Árni Þórðarson @ 11.13 11/1/10

lambaskankar

lambaskankar

Skankar eru vannýtt hráefni en ástæða til að nýta. Hér er uppskrift sem varð til við tiltekt í ísskápnum. Þetta er matarmikill réttur og á að vera stórskorinn! Skanka má alltaf fá í Melabúðinni og þeir eru alltaf góðir þar. Melabúðin sér um sína. Rétturinn gengur hjá börnum – mínir fjögurra ára voru matgírugir og þá er nú kokkurinn sæll. Fyrir 5.

Hráefni
1,5-2 kg skankar (eða magurt súpukjöt)
salt og pipar eftir smekk
2 sætar karftöflur
2 paprikur, helst skærlitaðar
8 gulrætur
1 rauðlaukur
1 púrrulaukar
4 stilkar sellerí
allt saxað fremur gróft – alls ekki í smábita
Athugið að annað hlunka-grænmeti gæti gengið (ábergínur, eggaldin, kartöflur, fennikel, blómkál) – notið það sem þið eigið.

Tómatsósa:
3 vorlaukar fínskorinn
4-5 eða hvítlauksrif fínskorinn
Laukur steiktur í ólífuolíu
1 flaska góð þ.e. lífræn tómatsósa (t.d. frá Himneskri hollustu) (alls ekki pyslutómatsósa!)
1 bolli rauðvín
1 msk oreganó
1 msk tímían
salt og pipar
látið malla

Brúnið kjötið vel á pönnu. Kveikið á ofninum. Grænmetið saxað og síðan sett á botnin í stóru ofnfati (lokanlegu), kjötið þar yfir. Skellt inn í 250 gr. heitan ofnin meðan tómatsósan er unnin. Sósunni er síðan hellt yfir kjötið og lokið sett á og steikingu haldið áfram. Bakað fyrst í 15 mínútur við 250 gráður og hitinn síðan lækkaður í 200-220 gráður og bakað áfram í 1-1 1/2 tíma.

Borið fram með kúskús. Ofurlítið rúkkóla bætir litríkið og gefur vídd.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2010-01-11/skankapottur-lambakjot/


© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli