sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Kirkjubylting í Noregi · Heim · Glaðvakandi »

Marineruð lúða með piparrótarsósu

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.06 2/11/09

, ,

dásamleg lúða

dásamleg lúða

Ég byrjaði sunnudaginn með því að marínera lúðu meðan ég hlustaði á umræðuþátt Ævars um ríkið. Þátturinn var góður en maturinn betri. Þetta er fínn réttur og stundum höfum við Elín notað hann sem forrétt, svo litskrúðugur, rífandi góður og heillandi. Mæli með matargerðinni og máltíðargleðinni.

Marineruð lúða með piparrótarsósu

700 gr Lúða
3-4 sítrónur

Lúðan skorið í teninga, t.d. 1,5 cm á kant. Lagt í sítrónulög, látið fljóta vel yfir. Sett í glerílát og látið marinerast í nokkra klukkutíma. Gjarnan hræra einu sinni, svo vökvinn komist allur að fiskinum.

1 stk rauðlaukur smásaxaður
2 tsk oregano
2 stk paprika, ein rauð og önnur gul – saxaðar smátt
1/2 bolli góð ólífuolía
skvetta agavesyróp eða 1 msk sykur
1 tsk pipar
1 tsk salt
1 “lúka” steinselja
pínulítið la pasta chili sósa, má vera tabasco
100 ml Heinz sweet relish

Fiskur þerraður/sigtaður og raðað í fat. Gumsið ofaná.

Borið fram með piparrótarsósu um góðu brauði.

Piparrótarsósa með eplum

1 lítil krukka eplamauk (þ.e. barnamatur)
1 msk sítrónusafi
1 dós sýrður rjómi
2 msk majones
1/2 saxað epli
4-5 msk fersk rifin piparrót
sæta t.d. agave og salt eftir smekk.

Blandið öllu vel saman í skál og látið standa í lokuðu íláti í kæli í 2-3 tíma. Bragðbætið sósuna með sykrinum og saltinu eftir að hún hefur staðið í kæli. Berið sósuna fram kalda. Borið fram með góðu salati.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2009-11-02/marinerud-luda-med-piparrotarsosu/


© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli