sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Möndlu-lambalæri · Heim · Segðu satt »

Smálúða í estragonsósu

Sigurður Árni Þórðarson @ 22.55 16/3/09

, , , , ,

Þú verður nú að skrá þessa uppskrift var niðurstaða míns fólks eftir netta fiskveislu á laugardagskvöldi. Ungsveinarnir borðu vel og allir voru kátir yfir fínlegu bragðinu. Uppskriftin er miðuð við fjóra.
Hráefni

800 gr lúðuflök (eða rauðsprettuflök)
150 gr ferskir sveppir
1 gulur laukur
2 hvítlauksrif marin
3 msk smjör
2 tsk estragon
1 msk Oscar humarsúpuduft (eða góðan fiskkraft)
200 gr eðal-tómatsósa t.d. frá Himneskri hollustu
1 ¼ tsk salt
2 dl þurrt hvítvín
1 dl vatn
1 dl rjómi
2 msk fínhökkuð steinselja

Sveppir og laukur fínskorin. Bræða smjörið og brúna sveppi og lauk með rósemd! Bæta öllu nema fiskinum og steinseljunni útí. Sjóða í ca 10 mínútur. Þá má setja nett skorin fiskstykkin útí og leyfa að hitna. Nokkrar mínútur er jafnan nóg ef stykkin eru lítil.

Borið fram með góðu salati, grófum hýðishrísgrjónum eða bulgur.

Ein útgafa af þessum rétti er að vefja upp óskorin flök og pinna saman með tannstönglum. Þá er gjarnan ofurlítið estragon hnoðað í smjör og hveiti og sett inn í fiskinn. Þessir bögglar verða að vera undir loki í sósunni í a.m.k. 5 mínútur.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2009-03-16/smaluda-i-estragonsosu/


© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli