sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Þjóðfélag vonarinnar — félagslegt réttlæti · Heim · Smálúða í estragonsósu »

Möndlu-lambalæri

Sigurður Árni Þórðarson @ 22.12 16/3/09

, , ,

Hvað ætti ég gera við þetta myndarlega lambalæri sem kom úr frystinum? Eitthvað austrænt var tillaga heimilisfólksins. Svo var marinering útbúin degi fyrir steikingu, stungið í lærið hér og þar til að tryggja gott aðgengi kryddsins, lærið þakið góðgætinu og látið standa. Áður en steikt er lærið svo makað með möndlumauki. Svo var steikt við lágan hita 160° í 1 ½ klt undir álþynnu og síðan hækkaði ég hitan í 200° síðastu ca 20 mín og tók síðan út til að leyfa kjötinu að jafnast áður en það var borið fram.
Borið fram með kúskús eða búlgúr. Sósan má gjarnan vera af grísku tagi, hrein jógurt með smáum gúrkubitum ca 7mm teningum, mörðum 2 hvítlaukslafum, slettu af agave og grænu kryddy, t.d. rósmarín, oreganó.
Marinering:
2 tsk cumminduft
1 msk timían
1 msk oregano
1tsk chiliduft
½ tsk ngeulduft
1 tsk kardimmommuduft
3 cm engifer skorinn
2 rauðlaukar
10 hvílauksgeirar skornir
2 msk sítrónusafi
250 ml hrein jógurt
Salt og pipar að smekk

Möndlumauk
1 msk púðursykur
3 msk möndlur maukaðar í matvinnsluvél
150 gr. hrein jógúrt

url: http://sigurdurarni.annall.is/2009-03-16/mondlu-lambalaeri/


© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli