sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Núlstillt í kreppunni og nýr tími · Heim · Reiðin og Íslandshrun »

Biblíukjúllinn

Sigurður Árni Þórðarson @ 11.31 21/10/08

, , , ,

“Ég kem nú ekki oft í kirkju,” sagði kona við mig, en ég stóðst ekki þessa freistingu. Þetta var góður matur, bætti hún við. Fjölmenni var í fyrstu biblíumáltíð Neskirkju, sem eru á fimmtudögum í hádeginu. Biblíumatur er bragðgott heilsufæði. Uppskrift Maríukjúklingsins er meðfylgjandi.

Maríukjúklingur –
f. fjóra

4 kjúklingabringur
4-6 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmmín
1,5 tsk túrmerik
1 tsk kanill malaður
Salvía, helst fersk annars þurrkuð
1 stór rauðlaukur
3 skalottulaukar (sbr. Askelon en líka oft kallaður vorlaukur á íslensku)
Sítrónubörkur rifin með rifjárni
Safi úr einni sítrónu (helst lífrænni) ca 70 ml. má líka vera appelsínubland
150 gr. spínat
300 ml. grænmetiskraftur
10 döðlur – langskornar. Mega líka vera fíkjur/sveskjur í staðinn.
Maldonsalt
Heslihnetur – til skreytingar

Maldonsalt og olía á heita pönnu. Kjúklingurinn á pönnuna og meira maldon yfir sem og salvían. Laukurinn skorinn fínt og steiktur, settur við hlið kjúklingabitanna. Kryddað yfir allt og sítrónubörkur yfir. Ekki síðra að leyfa síðan standa í sólarhring í kæli. Sítrónuvökvi, spínat og hnetur yfir og síðan fært í ofn eða pott og látið malla í fjörutíu mínútur. Gæta að vökvinn fari ekki allur, bæta við vatni ef sósan er að verða of þykk. Borið fram með soðnu bulgur (eða byggi eða kúskús).

Borðbæn: Þökkum Drottni þvi að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálm 106.1 og 107.1).

url: http://sigurdurarni.annall.is/2008-10-21/bibliukjullinn/


© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli