sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Guðlast · Heim · Fjörutíu geira kjúklingur »

Kyrrðardagur í Neskirkju

Sigurður Árni Þórðarson @ 16.25 24/10/06

“Mig langar svo á kyrrðardaga, en ég hef ekki tíma til að ganga í svoleiðis klaustur í þrjá daga!” sagði kona við mig. “En hvað segir þú um að nota einn laugardag fyrir kyrrðardag?” spurði ég á móti. Niðurstaðan var sú að það væri hægt. Þess vegna er nú boðið til kyrrðardags í Neskirkju laugardaginn 4. nóvember. Dagskráin hefst kl. 10 og lýkur um 17,30.

Fjöldi fólks hefur sótt kyrrðardaga í Skálholti og uppgötvað hversu kyrrð og róleg hrynjandi tíðagerða og íhugana hefur góð áhrif. Stressað fólk nær meiri hvíld og slökun en á mörgum vikum á sólarströnd. Hinn innri maður fær allt í einu næði til að vera, sækja í sálardjúp, gaumgæfa innri spurningar og lífsmynstur sitt. Kyrrðardagar eru því tilefni og tækifæri til að dekra við allt sem er hið innra.

Kyrrðardagur í borg nýtir margt það sem kyrrðardagar bjóða en dagskrá er þéttari og aðlöguð aðstæðum kirkju í borginni. Dagskráin er blanda íhugana, bænagerðar, gönguferða og slökunar. Máltíðir eru verða á kaffitorgi Neskirkju.

Á kyrrðardegi Neskirkju munu prestarnir Halldór Reynisson og Sigurður Árni Þórðarson sjá um hugleiðingar og Áslaug Höskuldsdóttir, jógakennari, stýra slökun.

Fyrir hverja er kyrrðardagur Neskirkju? Fyrir alla, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun og trú. Skráning er í Neskirkju. Kostnaður kr. 3500 og máltíðir innifaldar í því verði. Allir velkomnir.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2006-10-24/16.25.35/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli