sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Ykkur Babette er boðið í partí · Heim · Fjárfestasiðferði og kristileg kænska »

Stefán Aðalgeir

Sigurður Árni Þórðarson @ 12.27 27/6/06

Erla Hrönn og Stefán Héðinn komu í liðinni viku með ungan svein til að undirbúa skírn. Svo var hann borinn að skírnarlauginni sunnudaginn 25. júní 2006. Hann heitir Stefán Aðalgeir og í höfuð afanna. Foreldrar, afar og fjölskyldan öll ljómaði og Stefán Aðalgeir svaf!

Erla hélt á syni sínum undir skírn. Afarnir eru guðfeðgar. Systkinin skírnarþegans höfðu hlutverk í athöfninni og skiluðu hlutverkum sínum frábærlega vel. Rakel, sem ég þekki úr fermingarfræðslunni, las biblíutexta, sem og Daníel bróðir hennar líka. Baldur og Hugrún Helga sungu Ó, Jesú bróðir besti. Svo spilaði Elín, vinkona Rakelar, undir á flautu. Hún er líka úr fermingarhópnum frá því í vor og reyndar skírði ég hana á sínum tíma á Þingvöllum.

Það er alltaf sterk reynsla að skíra börn og mitt uppáhaldsprestsverk. Allir stemma inn og sameinast um að bera barnið á bænaörmum. Guð geymi fjölskylduna á Tjarnarmýrinni. Guð blessi líf Stefáns Aðalgeirs.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2006-06-27/12.27.41/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli