sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Sigurður Pétur skírður · Heim · Saga stúdent »

Tenntir karlar

Sigurður Árni Þórðarson @ 13.50 12/6/06

Það er gaman að fylgjast með þroskaferli barna, verða vitni að undrum daganna, framförum, máltöku, hreyfiþroska og öllu þessu sem þarf til að verða fullþroska manneskja. Nú eru báðir strákarnir komnir með tvær tennur. Ísak fékk sína fyrstu tönn 5. maí og var mjög stoltur. Svo kom sú næsta í byrjun júní.

Jón Kristján er meðvitaður um hinar kirkjulegu dagsetningar! Fyrsta tönn hans kom á hvítasunnudag, alla vega uppgötvaðist í messu í Hallgrímskirkju, þegar sr. Sigurður Pálsson flutti síðustu prédikun sína sem prestur í Hallgrímssókn. Sigurður er góður vinur foreldranna og tönnin verður vonandi líka vinveitt, ekki síst brjóstmylkjandi mömmunni. Svo kom næsta Jónstönnin tveimur dögum síðar. Svo koma tennurnar ein af annarri á næstu mánuðum, já reyndar árum.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2006-06-12/13.50.19/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli