sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Jón R. Árnason – minningarorð · Heim · Elskið því útlendinginn »

Viktor Snær

Sigurður Árni Þórðarson @ 16.52 18/1/06

Viltor SnærBjarteygur glókollur var skírður sunnudaginn 15. janúar 2006. Hann heitir Viktor Snær. Foreldrarnir eru Svana Ósk Jónsdóttir og Davíð Harðarson. Við sungum fallegan skírnarsálm: “Full af gleði yfir lífsins undri….” Gunnhildur, guðmóðir, og Óskar yngri lásu textana og gerðu það með glæsibrag. Við höfðum þann “gamla” hátt á, að á skálinni var haldið þegar skírt var. Svana, mamman, gerði það. Afinn, Jón Emil Hermannsson, hélt á unga manninum undir skírn. Guðfeðgin eru Gunnhildur Erla Stefánsdóttir og Óskar Breiðfjörð. Skírnaskálin er gömul og hefur verið notuð við fjölda skírna, t.d. þegar mamman og afinn voru skírð. Skálin er því margnotuð en kjóllinn var nýr!

Ég hef þekkt pabbann frá því hann var síkátur glókollur og gekk undir nafninu Dadí á mínu heimili. Nú er hann orðinn “daddy” og ef ég þekki manninn rétt verður hann öflugur og stöndugur faðir. Sonurinn er efnilegur og mennilegur, brosti við skál, presti, fjölskyldu – og ég held Guðs góðu englum líka. Guð geymi þessa fallegu fjölskyldu.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2006-01-18/16.52.25/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli