sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Lúkkið, Silvía Nótt og Jósep · Heim · Líf í fangi »

Sylvía Eik

Sigurður Árni Þórðarson @ 11.42 2/1/06

Inga Jóna og Rúnar eru kunnugleg nöfn í Neskirkju því um tíma voru tvær Ingu Jónur og tveir, sem hétu Rúnar og þjónuðu kirkjunni. En bara annað settið á börn saman og það voru þau sem komu með gullfallega dóttur til skírnar 4. desember síðastliðinn!

Litla daman fæddist 16. nóvember 2005 og var síðan skírð í upphafi aðventu. Mamman er Inga Jóna Ingimundardóttir og pabbinn Sigtryggur Rúnar Ingvason. Athöfnin var í kirkjunni og hópur aðstandenda var viðstaddur og upplifði undrið. Skírnarvottar eru tvær ömmur og einn afi, þau Hafalda Breiðfjörð Arnarsdóttir, Ingimundur Hákonarson og Sigrún Óladóttir.

Neskirkja naut góðra starfskrafta Ingu Jónu og Rúnars, en nú hafa þau flutt í austurhluta Kópavogs og eru því ekki eins oft á ferðinni. Við njótum krafta Sigrúnar, ömmunnar, við bókhaldið.

Guð blessi þessa myndarlegu og elskulegu fjölskyldu og gefi Sylvíu Eik allt það, sem hún þarf til að dafna og blómstra.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2006-01-02/11.42.26/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli