sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Gulrótarkveðja · Heim · Myndasíða »

Myndhlaða opnuð

Sigurður Árni Þórðarson @ 11.19 28/10/05

Þegar smákarlarnir í Litlabæ komu í heiminn vildu ættingjarnir fá myndir, systir í Noregi vill fylgjast með, ættingjar í Kaliforníu líka. Svo er fólk fyrir norðan sem hefur ekki séð ungviðið. “Þú sendir mér myndir!” Og það er betra ráð að smella dýrðinni á netið en föndra í viðhengjum.

Ég hafði keypt aðgang að myndasíðunni Flickr sem Árni Svanur, minn mentor í digiguðfræði, benti mér á. En ég var latur í síðuvinnslunni en fór svo að fikra mig áfram. Ég féll fyrir Flickr, hvernig þessi myndaumsýsla virkar og hversu flott forritið er, skilvirkt og þrauthugsað. Ég mun því væntanlega bæta við eftir því sem myndefnið gefst. Myndhlaðan er að verða til.

Fyrst á dagskrá var að búa til myndabók um fæðingu og fyrstu daga tvíburanna. Slóðin er: http://www.flickr.com/photos/56754544@N00/sets/1213966/

Svo bætti ég við nokkrum öðrum myndaalbúmum, þ.e. settum um áhugaefni og skemmtileg myndefni.

Almenna slóðin inn á síðuna og þar með yfirlit er: http://www.flickr.com/photos/56754544@N00/

Ef smellt er á forsíðumynd hvers albúms birtist þumlasíða. Síðan er hægt að grandskoða þær áhugaverðustu með því að smella á þær. Verði ykkur að góðu og skemmtið ykkur vel.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-10-28/11.19.41/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli