sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Sesselja og Magnús eru hjón · Heim · Kaþarsis – hreinsun »

Baldur skírður

Sigurður Árni Þórðarson @ 10.59 14/10/05

Baldur ÍvarssonHópur fólks kom saman í húsi niður á Kvisthaga, síðdegis 15. september. Vatn var í skál, skírnarsálmur var sunginn, íbúðin fylltist af undursamlegu ljósi og helgi. Baldur horfði blíðlega. Augun ljómuðu. Hann var vatni ausinn og fyrir honum var beðið.

Urður, Ívar og BaldurForeldrarnir eru Urður Njarðvík og Ívar Guðjónsson. Guðfeðgin eru Hildur Njarðvík og Sævar Guðjónsson. Afinn, Njörður P. Njarðvík, hafði ort fallegan skírnarsálm, sem ég hafði hvorki heyrt eða sungið. Alltaf gleðst ég þegar nýir sálmar verða til og gerðir með viti og kunnáttu.

Það var undursamlegt að fá að þjóna Baldri og fjölskyldu hans. Kyrra, íhygli og hlýja einkenndi fjölskyldubrag. Því átti helgin greiða aðkomu. Því hef ég fullvissu um að umgjörð og inntak í Baldurslífinu verði til hamingju. Guð geymi hann og fjölskyldu hans.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-10-14/10.59.03/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli