sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Í Guðshafinu · Heim · Krísa og dómur »

Emma Totland Guðmundsdóttir

Sigurður Árni Þórðarson @ 16.05 31/7/05

Emma Totland Guðmundsdóttir

Emma Totland Guðmundsdóttir

“Það er best að skíra hana í miðri viku.” Svo var það bundið fastmælum. Þóra, föðursystir, hafði milligöngu um skipulagið. Emma litla býr jú í Noregi ásamt foreldrum sínum. En svo kom hún til Íslands og í Neskirkju og var skírð skömmu eftir hádegi sl. þriðjudag, 26. júlí.

Emma er norsk-íslensk, foreldrar hennar eru Sonja Totland og Guðmundur Kristjánsson. Hann fór á sínum tíma til náms og kynntist konuefni sínu og nú eiga þau orðið tvær dætur. Emma er sú yngri. Fjölskyldan býr í Haugesund og talar fallega og hljómmikla norsku. Það er gaman að hlusta á músíkina í máli þeirra.

Emma var færð í skírnarkjól, svo fór söfnuðurinn í kirkju. Steingrímur Þórhallsson, organisti, var kominn til landsins, nýkvæntur og glaður. Hann settist við orgelið og svo sungum við “Ó, Jesú bróðir besti.” Emma var værðarleg í kirkjunni, dormaði eða brosti lítillega, böðuð elsku, hljómum, og kirkjulitum.

Guðfeðgin eru Kristján Jónsson, Ástríður Guðmundsdóttir og Þóra H. Passauer.

Fjölskylda og guðfeðgin Emmu

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-07-31/16.05.30/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli