sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Rebekka Lind · Heim · Í Guðshafinu »

Margrét Lára á Melhaga

Sigurður Árni Þórðarson @ 15.20 26/7/05

Margrért Lára JónsdóttirHelga Brá Árnadóttir, gömul kórsystir úr Mótettukórnum hringdi. “Ég á litla stelpu, sem fæddist í maílok. Viltu skíra?” Ég hélt það nú. Svo komu þau Jón Gunnar Þorsteinsson, pabbinn, í skírnarviðtal. Margrét Lára var svo skírð sunnudaginn 24. júlí 2005, falleg, skynug og hárprúð smákona.

Athöfnin fór fram á Melhaga þar sem fjölskyldan býr. Vinir og ættmenni komu með sólskin í augum og fangið fullt af bænum um framtíðarvelferð skírnarþegans. Amman, Margrét, var spilandi glöð með að hún eignaðist nöfnu.

Brynhildur, píanóleikari, og Guðrún Finnbjarnar, líka gamlir Mótettufélagar, stýrðu tónlistarþættinum með glæsibrag. Gunna söng meira segja einsöng: “Þú ert yndið mitt…” Ég hef aldrei skírt í heimahúsi með svo miklum og góðum, almennum söng. Við sungum “Ó, blíði Jesú…” og “Ó, Jesú bróðir besti…” og líka í röddum.

Helga Brá, Jón Gunnar og Margrét LáraValgerður Dan, amma, leikkona og lesari, flutt biblíutextana með hrífandi glæsibrag. Guðfeður eru Þorsteinn Gunnarsson og Hörður Filipusson sem jafnframt eru í afahlutverki.

Eftir athöfnina í stofunni var efnt til veislu. Fjölskyldan stendur saman um lífið og bænir um velferð. Guð geymi Margréti Láru og fjölskyldu.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-07-26/15.20.40/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli