sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Þór Trausti skírður · Heim · Hyggindi, heimska og hús »

Arnþór skírður

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.30 16/7/05

Arnþór SævarssonVestast á Vesturgötunni býr ungur maður sem var skírður í dag. Hann heitir Arnþór og er sonur Ragnheiðar Hauksdóttur og Sævars Smára Þórðarsonar. Þau komu öll í Neskirkju í vikunni til skírnarviðtals og svo fór presturinn heim til þeirra til skírnar.

Arnþór, Ragnheiður og SævarÆttmenn og vinir voru komin til athafnar og veislu. Allt var til reiðu og pabbinn hélt á syni sínum undir skírn. Mamman hélt á skírnarskálinni. Kjartan, bróðir skírnarþegans, aðstoðaði og var eiginlega meðhjálpari. Guðfeðgin eru Haukur Arnþórsson, Hildur Hafstað, Þórður Sigurgeirsson og Björg Magnúsdóttir. Tvö þeirra sáu um ritningarlestra. Það er skemmtilegt þegar söfnuðurinn tekur þátt í athöfninni með sem fjölbreytilegustu móti.

Við sungum sálminn Ó Jesú bróðir besti og svo hóf Arnþór sinn söng og tók með krafti þátt í athöfninni, dugnaðarmaður. Guð geymi hann, foreldra og ættfólk, blessi alla daga.

Það var góð lykt í borginni í dag, himneskur ilmur leið upp úr gróðrinum í vætunni. Vatnið er tákn um líf, vatnið glitraði á blöðum trjáa og blóma og í skírnarskál líka. Allt gefur Guð og til góðs.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-07-16/17.30.17/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli