sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« “…og mannsins barn að þú vitjir þess.” · Heim · Arnþór skírður »

Þór Trausti skírður

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.46 16/7/05

Þór Trausti Unnur og SteingrímurBlessunardaggir féllu frá himni yfir borgina og Neskirkju þegar ungur drengur var borinn til blessunar skírnarlaugarinnar. Þór Trausti svaf værðarlega meðan söfnuðurinn söng og vaknaði þegar hann var vatni ausinn og brosti lítillega.

Foreldrar Þórs Trausta eru Unnur Agnes Jónsdóttir og Steingrímur Arnar Finnsson. Guðfeðgin eru Bára Finnsdóttir, Egill Sigvaldason, Þórunn Snorradóttir og Jón Kristján Þorvarðarson. Stór hópur ættmenna var í kirkjunni. Eftir athöfnina var svo gengið til veislu í safnaðarheimilinu. Æ fleiri nýta sér aðstöðuna þar til veisluhalds. Ljóst er að það er hentugt að geta haft athöfn og veislu í sama húsi.

Þór Trausti og fjölskylda býr í Skerjafirðinum. Guð geymi þau og úthelli blessun yfir þau öll, alla daga, rigningardaga og sólardaga.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-07-16/14.46.12/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli