sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Guðleg sóun! · Heim · Loksins leiðtogi! »

Þú, lífsins Guð

Sigurður Árni Þórðarson @ 23.30 20/3/05

fermingarbörn á leið til kirkjuHvítklæddir hópar fermingarbarna gengu að altari Neskirkju bæði í gær og í dag. Það eru mikil forrétindi að fá að fræða og ferma þessi öflugu og vel gerðu ungmenni. Þau er sjálfstæð og heil í nálgun. Það er gott að bera þau í bæn fram fyrir Guð lífs, elsku og styrks. Þessi bæn, sem fylgir hér að neðan, var beðin í fermingarmessunum í Neskirkju þessa helgi. Hún er trinitarísk í snittinu og tekur mið af aðstæðum og tilefni.

Þú, lífsins Guð.

Þökk sé þér fyrir gleðina, fegurðina og lífið.

Á þessum degi felum við þér þennan fallega hóp,

sem kemur fyrir altari þitt til að játast þér.

Gef þeim þinn styrk, þinn anda og þitt líf.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn.

Drottinn, heyr vora bæn.

Þú, Guð elskunnar.

Í huga okkar nefnum við nöfn fermingarbarns eða barna

og köllum mynd þeirra fram í huga.

Við felum þér vonir og kvíða fyrir huldri framtíð.

Úthell elsku þinni yfir þau,

alla daga, alla tíma.

Fyrir Jesú Krist, Drottinn vorn.

Drottinn, heyr vora bæn.

Þú Guð styrkleikans.

Blessa fjölskyldur fermingarbarnanna,

þau sem eru hér í þínu húsi í dag,

þau sem eru fjarri og þau sem eru sjúk eða syrgjandi.

Allt líf okkar felum við þér.

Þú ert lífið, elskan og mátturinn.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn,

Drottinn, heyr vora bæn.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-03-20/23.30.43/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli