sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Þórður 15 · Heim · Verkfærakista kirkjunnar »

Pepperonipasta og sólþurrkaðir tómatar

Sigurður Árni Þórðarson @ 20.43 17/1/05

pepperonipastaÞessi uppskrift hefur fylgt okkur lengi og gengur undir nafninu pepperonipasta. Hún er einföld og góð, og hefur verið notuð í ýmsum samkvæmum fyrir eldri og yngri. Auðvelt er að elda hana margfalda eins og gert var í fimmtán ára afmæli Þórðar. Þá voru yfir þrjátíu í mat. Uppskriftina höfum við líka oft tekið með í sumarbústaði og í fjallaferðir. Klikkar aldrei og brúar þau bil kynslóða sem kunna að vera í hópnum.

Hráefni miðað við 4:

50 g sólþurrkaðir tómatar

50 g pepperoni

2 paprikur, gul og græn

1 msk ólífuolía frá sólþurrkuðum tómötum

2 msk ólífuolía

2 hvítlauksgeirar

1 msk dijon-hunangs sinnep

3 msk steinselja

1 msk sítrónusafi

350 g ferskt tortellini, t.d. með spínatfyllingu (líka hægt að nota skrúfupasta, eins og myndirnar sýna)

Matreiðslan

fyrir þrjátíu!Fínsaxið sólþurrkuðu tómatana, paprikurnar, hvítlauk og pepperoni og setjið á pönnu ásamt olíunni, sinnepinu, saxaðri steinseljunni og sítrónusafanum. Geymið í 10 til 15 mínútur eða lengur til að bragðsmita.

Sjóðið tortellini skv. leiðbeiningum á pakka. Látið vatnið renna af pastanu og setjið það saman við sósuna á pönnunni. Blandið öllu saman og berið fram strax með paramesanosti.

Mæli með að hafa gott tómatasalat og nýbakað Elínarbrauð með.

Ef leifar verða er aldeilis ágætt að snerpa á pönnu daginn eftir, bragðið bara batna eins og í kjötsúpu.

Spekimeðlæti dagsins

Sá sem sækist eftir hégómlegum hlutum, mettast af fátækt!

Hvað kemur þetta? Jú auðvitað úr bók bókanna.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2005-01-17/20.43.48/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli