sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Gaman og Guðsnánd · Heim · En það bar til um þessar mundir…í þér »

Dýrð og friður – jólabæn

Sigurður Árni Þórðarson @ 12.00 26/12/04

“Kenndu okkur að sjá þig sem safngler ljósbrota og lífssagna okkar allra. Kenndu okkur að verða svo full sjálfsþekkingar og hugrekkis, að við getum opnað fyrir þér svo þú megir fæðast daglega í lífi okkar.” Þessi eftirfarandi fléttubæn spratt fram á jólum 2004 og var beðin í kirkjunni. Hér yfirskyggir saga jólanna vanda og vonir í nútíma, gefur orð til að túlka frammi fyrir Guði.

Dýrð sé þér Guð í upphæðum

sem komst til manna á jólum

Við fögnum þér, bjóðum þig velkominn til þinna.

Þökk fyrir jólasöguna fyrstu, þegar allar aldir urðu eitt

allur tími kom saman í einn tíma þegar tímalínan varð að einu núi.

Þökk fyrir að þú varðst maður, barn meðal okkar, fyrir okkur

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn… ( Drottinn heyr vora bæn)

Dýrð sé þér Guð í upphæðum

Kenndu okkur að opna, leyfa því að bera við í lífi okkar að þú komir.

Kenndu okkur að sjá þig sem safngler ljósbrota og lífssagna okkar allra.

Kenndu okkur að verða svo full sjálfsþekkingar og hugrekkis,

að við getum opnað fyrir þér svo þú megir fæðast daglega í lífi okkar.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn… ( Drottinn heyr vora bæn)

Dýrð sé þér Guð í upphæðum

fyrir sköpun þína. Fyll okkur verndarhug.

Blessa þau sem líða, eru sjúk og aðþrengd.

Við berum nöfn þeirra fram fyrir þig í huga okkar – vitja þeirra Guð.

Vitja hinna fátæku, kúguðu og rétt hlut þeirra.

Kenndu okkur ábyrgð í verki. Kom þú Jesús Kristur.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn… ( Drottinn heyr vora bæn)

Dýrð sé þér Guð í upphæðum og verði þinn friður á jörðu

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn… ( Drottinn heyr vora bæn)

Amen

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-12-26/12.00.46/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli