sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Grænmetisvefjur með kóríandersósu · Heim · Espresso súkkulaðibitakökur »

Þú, sjáandi Guð

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.08 1/9/04

hvað séðÞú Guð sem sérð.
Sjá þú til okkar, svo við höfum augun hjá okkur. Lyft ásjónu þinni yfir okkur svo við fáum séð. Í hvaða mynd hefur þú skapað okkur? Í hvaða spegli viltu að við skiljum okkur? Í hvaða skjá getum við horft til að sjá okkur rétt.

Þökk sé þér Guð sem ert umlykjandi, brennheit ást.
að þú megnar að fella grímurnar okkar,
að þú komst grímulaus í mynd Jesú
- alla leið – til okkar – inn í okkur.

Jesús Kristur, eining ímyndar og veruleika,
fortíðar og framtíðar,
tíma og eilífðar,
í þér erum við ekki lengur
leikendur á grímudansleik,
heldur lífs og á lífsins leið
með þig að vini.

Amen.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-09-01/17.08.19/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli