sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Hvað viltu gera eftir fermingu? · Heim · Birna Kristín er himinbarn »

Hlauparar

Sigurður Árni Þórðarson @ 09.00 24/8/04

Hlaupararnir Elín og HalldórÞað var stemming í borginni þegar Reykjavíkurmaraþonið var hlaupið. Fólk var á gangstéttum, með hljóðfæri, góðar óskir og gleði í hjarta. Íbúar á Lynghaga og Lindarbraut eiga sérstakt hrós. Ég var stoltur af þátttakendum og alveg sérstaklega ánægður með mína ástvini og félaga. glaðir hlauparar Elín Sigrún og Halldór ReynissonRúnar, vinnufélagi í Neskirkju er með þeim fljótustu í landinu, annar í sínum flokki. Rúnar hlaupagikkurRán átti einn flottasta endasprettinn í hlaupinu, Húni og Björn Reynir voru ótrúlega fljótir. Hlaupagleðin og endorfín kitlaði konu mína og minn góða vin Halldór, fyrrum prest í Neskirkju. Gleðin var allra og kannski var það dýpst að vera saman í stórum hóp. Allir gerðu vel, allir unnu sína sigra og allir voru í stóru samfélagi í góðviðrinu. Dásamleg stemming og ég hlakka til næsta hlaups að ári. Ætli ég verði ekki bara með í sjálfu hlaupinu.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-08-24/09.00.24/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli