sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Tilfinningar á torg · Heim · Örn Bárður sér »

Guð sem ert

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.40 22/8/04

á sumarnámskeiði fermingarbarna

Við upphaf sumarnámskeiðs fjölmenntu fermingarbörn 2005 til messu í Neskirkju. Hin almenna kirkjubæn tók mið af tíma og tíð.

Guð sem ert faðir og móðir alls sem er

Kenn okkur að vera synir og dætur, sem tala við þig.

Alls staðar ert þú og þar sem við erum vilt þú vera nærri.

Ver okkur nálægur.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn: Drottinn, heyr vora bæn.

Guð sem ert andi kirkjunnar

Gef kirkju þinni fjölbreytilegt og skemmtilegt líf.

Vernda fermingarbörn þessa vetrar, foreldra þeirra.

Gef þeim og fjölskyldunum öllum spennandi undirbúningstíma

Fræðandi og tengjandi fræðslu.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn: Drottinn, heyr vora bæn.

Guð sem ert uppspretta réttar

Við biðjum dómurum speki til réttlátra dóma,

löggjöfum skarpskyggni, ríkisstjórn vits og forseta glöggskyggni.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn: Drottinn, heyr vora bæn.

Guð sem vitjar hinna sjúku

Við biðjum þig að blessa hin meiddu og særðu,

heima, á sjúkrahúsum og nefnum nöfn þeirra í hljóði.

——-

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn: Drottinn, heyr vora bæn.

Guð sem talar í náttúrunni

Þökk fyrir hlýju daganna, fegurð himins og jarðar.

Kenn okkur að nema í bylgjum náttúrunnar anda þinn.

Hjálpa okkur til nærfærinnar verndar

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn: Drottinn, heyr vora bæn.

Guð gleði

Þökk sé þér fyrir veisluborð lífsins.

Þú gefur brauð af himni, mettar allt líf.

Þú kemur sjálfur, gefur brauð að brjóta, Lof sé þér.

Fyrir Jesú Krist Drottinn vorn: Drottinn, heyr vora bæn.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-08-22/17.40.22/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli