sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Tryggð og hollusta · Heim · Ráð og líf »

Mót ljósi

Sigurður Árni Þórðarson @ 18.21 2/8/04

dýjamosiDýjamosabreiðurnar á Hofsdal eru heillandi. Blómin teygja sig mót himni og vatnsdroparnir eiga sér öruggt hreiður. Ég dróst aftur úr göngufélögum við að mynda undrin.

Makrógræjan á myndavélinni virkaði, upplausnin góð þrátt fyrir aðeins tveggja sentimetra linsufjarlægð frá myndefni. Stórir vatnsboltar lágu í mosanum, voru sem gimsteinar sem spegluðu himinljósið. Svo horfir maður aftur og aftur á þessar myndir og þær ylja á haustum og myrkum vetrardögum. Sumarið er heyskapartími sálarinnar.

dýjamosi og vatnsgimsteinar

Að beiðni Árna Svans bæti ég við myndum, þó ekki af breiðum. Þær myndir eyddust vegna fegurðarskorts. Mér líkaði betur hið nálæga en síður hið fjarlæga. Margir lækir eru á Hofsdal vestan Rima í Svarfaðardal. Lækirnir eru vinir dýjamosans, sem faðmar dropana.

vatn og mosi

dropafang

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-08-02/18.21.53/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli