sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Kjarval í Meðallandi · Heim · Tryggð og hollusta »

Hvítlaukur úr garðinum!

Sigurður Árni Þórðarson @ 16.34 2/8/04

hvílaukur í þurrki

Undur og stórmerki gerast í garðinum. Hvítlaukur er fullsprottinn nú í ágústbyrjun. Elín kom stiklandi og skríkjandi með eitthvað úr garðinum. Við Þórður stilltum okkur upp og svo sáum við undrið. Ávöxtur úr eigin garði, hvorki meira né minna en hvítlaukur.

Hvítlaukur er notaður í matargerð Litlabæjar sem næst á hverjum degi. Ég nota jafnvel marga heila lauka við steikingar á kjúkling og lambakjöti. Helst vildi ég geta notað hvítlauk í deserta og kökur líka.

Það er því mikill viðburður, já eiginlega stórviðburður þegar þetta undrakrydd og Guðsgjöf verður til innan seilingar. Þessi laukur er sá fyrsti úr garðinum. Nú verður laukurinn þurrkaður. Hann fær að hanga hjá englinum í forstofunni. Þeir eru góðir saman og taka á móti og blessa gesti og heimilisfólk sem fer hjá. Kannski hefði átt að hafa hann í meira myrkri, en það er svo gaman að sjá hann þegar maður fer út og inn. Nú er bara að ákveða í hvaða veislu laukurinn fær að heilla! Það verður einhvern tíma í haust. Heimaræktað er bragðbetra en það sem keypt er.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-08-02/16.34.26/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli