sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Hjónavígslubæn · Heim · Kjarval í Meðallandi »

Til heiðurs heilsu og vináttu

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.59 12/7/04

vinkonur

Heilsuklúbburinn er sex ára og hélt í dag mikið Gestagjafaboð í Litlabæ. Borð eru út um alla lóð, veitingarnar ótrúlega flottar.

Pilsaþytur í eldhúsi, allir á þönum. Salat vantar úr garðinum, meira Mizuna. Svolítið af myntu, geturður sótt fyrir mig? Hvar er kúskúsið? kaka í skógi!Er þetta örugglega mjög heilsusamlegt. Hvað var í matinn verður ekki opinberað, það verður við gott tækifæri síðar. Við Þórður, einu leyfðu karlarnir, laumumst í réttina þegar lítið ber á! Það var DaVincísk stemming yfir hópnum skömmu eftir hádegið.

kaffi við LitlabæNú er komið að kaffinu og ein kaka fannst í skógi og önnur á borði með kaffinu. Á bak við voru hjólbörur foreldra minna, í bið eftir að öllu lyki og einhver sneri til starfa við garðyrkjuna. Mæli með svona boðum!

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-07-12/14.59.46/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli