sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Já, já, já · Heim · Til heiðurs heilsu og vináttu »

Hjónavígslubæn

Sigurður Árni Þórðarson @ 18.48 10/7/04

beðið fyrir brúðhjónumGef þeim hlýjar hendur, sem kunna að stjúka lauflétt, líka tár af hvörmum, þunnt eyra sem nemur kvíða og vanmátt og vit til að þekkja mörk. Við undirbúning hjónavígslu í 10. júlí 2004 varð til þessi bæn.

Guð lífsins og elskunnar.

Þú nýtur samvista við menn.

Þú kemur sjálfur og leitar okkar.

Þú hefur vakið elskuna í N og N.

Við berum þau á bænarörmum fram fyrir þig.

Gef þeim trúmennsku til hvors annars,

elsku í amstri daganna, umhyggju til hvors annars

og þolgæði í mótlæti og á gleðidögum.

Gef þeim vináttu, sem gleður og þolir líka álag

og þungaumferð á dögum sorgar og reiði.

Gef þeim mátt og vit

til að rækta virðinguna fyrir hvort öðru.

Gef þeim hlýjar hendur,

sem kunna að stjúka lauflétt, líka tár af hvörmum,

þunnt eyra sem nemur kvíða og vanmátt

og vit til að þekkja mörk.

Við biðjum þig að hjálpa þeim til að rækta trúmennskuna

og læra hina miklu list lífstakts tveggja.

Við biðjum þig að leggja til blessun, elsku og söngva fyrir lífið.

Amen.

Faðir vor…

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-07-10/18.48.37/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli