sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Líkræður á vefinn? · Heim · Hjónavígslubæn »

Já, já, já

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.55 10/7/04

Steinnun Ýr og Birgir RafnÞegar Steinunn Ýr Randversdóttir sá dyravörðinn á Kaffi Akureyri varð hún fyrir ástarvitrun. Hún gekk inn í veitingasalinn, seig niður í stólinn hjá systur sinni, sem þar var. Svo stundi hún upp: ”Ég á eftir að giftast þessum manni. Hann á eftir að verða maðurinn minn!” Steinunn hefur alltaf rétt fyrir sér og í dag gekk hún að eiga hinn föngulega Akureyring Birgi Rafn Friðriksson. Ég var svo heppinn að vera vígslumaður í hjónavígslunni. Athöfnin fór fram í gamla sjómannaskólanum og barnaskólahúsinu við Öldugötu.

Brúðurin var svo ákveðin að hún sagði já þrisvar, en tvisvar er krafist í slíkri athöfn. Það skapaðist sérkennilega heimilisleg stemming í þessu skólahúsi, barnið kom upp í öllum, hlátrar hljómuðu liðlega og kátínan smitaðist. NýgiftHjónavígsla er gleðskapartilefni. Gleðin varð. Hornaband úr sinfóníunni spilaði fagurlega, bræður spiluðu á saxa og gítar, söngkona seiddi okkur inn í ástarsöngva. Höskuldur, veislustjóri og prestssonur frá Akureyri, fór á kostum. Brúðguminn var búinn að mála mynd, sem gestir máluðu síðan í. Það var svo sannarlega giftingarmynd, með mörgum hjörtum og einu krosshúsi. Svo voru veitingarnar dásamlegar. Allir fagnandi, enda brúðhjónin frábærar manneskjur. Guð geymi þau alla daga og verndi.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-07-10/17.55.32/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli