sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Kjartan Magnússon – minningarorð · Heim · Líkræður á vefinn? »

Gróttugæði

Sigurður Árni Þórðarson @ 19.45 8/7/04

Seltirningar hafa búið vel að göngufólki með stórkostlegum rölthring yst á nesinu. Útsýn er mikil í góðu skyggni, ríkuleg náttúra og frágangur til fyrirmyndar.

akrafjall og skarðsheiði

Við lögðum bílnum við smábátahöfnina, gengum sem leið lá sunnan Seltjarnar, að golfvelli, með ströndinni að Gróttu, með norðurströndinni. Síðan að bílnum aftur. Akrafjall og Skarðsheiði, ekkert er fegurra en …kvöld í Reykjavík. Bátur líður um sundin, fuglarnir sveima yfir og fjöllin dorma í upphafinni birtu.

gróttusteinar

Heillandi steinar í öllum stærðum og gerðum. Baðaðir í kvöldskininu.

Útvörðurinn Grótta

Útvörðurinn Grótta lengst í vestri, ljósberi á vetrum og lónandi draumaey á sumrum.

Gróttufuglar

Útnesið væri ekki nema svipur hjá sjón ef ekki nyti allra fuglanna. Mergðin er ótrúleg og fjölbreytnin einnig. Seltirningar varðveita einhverja dýrustu perlu höfuðborgarsvæðisins.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-07-08/19.45.33/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli