sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Orkideur eru yndislegar · Heim · Sjálfstæðisyfirlýsingin og Bandaríkin »

Þú sem ert góður Guð og besta móðir

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.40 3/7/04

Ghirlandaio útför

Við kistulagningu bið ég ekki bænir af blaði. Eftir ritningarlestur eru aðstandendur kallaðir fram, mynda hring um kistu hins látna og taka höndum saman. Ég leiði síðan bænagerðina. Þó bænirnar séu ekki lesnar af blaði er ég ávallt búinn að undirbúa þær. Hér er dæmi um bæn frá kistulagningu á árinu 2003. Bænin varð lengri en þessi, sem hér fer á eftir, en stofninn er sá sami. Hin látna var elskuleg kona og hafði rækt móðurhlutverk sitt sérstaklega vel.

Guð sem ert góður og besta móðir.

Þökk fyrir lífið sem þú gefur,

Þökk fyrir lífsgleðina, fólk og gleðina.

Þökk fyrir náttúruna líka þegar hún grætur svo sárlega eins og í dag.

Þökk fyrir gæskuna og umhyggjuna sem þú sýnir okkur.

Þökkum fyrir NN.

Frammi fyrir þér köllum við mynd hennar í huga,

kenndu okkur að staldra við gleðiefnin og það sem hún gaf.

Kenndu okkur að staldra við ánægjulegu minningarnar,

Þökkum fyrir vinnu hennar, hlátrana, umhyggjuna,

vinnuna hennar, dansandi spor hennar í lífinu,

matinn sem hún gaf svo mörgum,

verkfýsina og þakklætið – gáskann.

Vernda fólkið hennar allt:

Dæturnar hennar, barnabörnin hennar, tengdasynina hennar,

systkinin hennar, vinkonur og frændgarð.

Líkna þeim í sorg þeirra,

Við biðjum þig að blessa NN,

Þökk fyrir að þú tekur hana í þinn faðm, varðveitir sál hennar.

Við felum þér hana um alla eilífð.

Þökk að hún má fá að gleðjast og hlægja í himni þínum

þar sem er gleði, fögnuður ávalt.

Því þú ert Guð gleðinnar og lífsins.

Allar bænir felum við í þeirri bæn sem Jesús kenndi og biðjum saman.

Faðir vor…

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-07-03/14.40.29/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli