sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Kajakferð · Heim · Annálaritun og eldhúsborð »

Jói fór í lautarferð

Sigurður Árni Þórðarson @ 08.10 8/6/04

Jói í lautarferðJóhannes Guðmundsson, vinur minn, fór austur í Árnessýslu á sjómannadag til að fara í lautarferð. Þótt borð væri fyrir hendi tók hann ekki annað í mál en að nýta sína piknik-körfu. Mamma hafði nokkuð hjálpað til bæði við innkaup og útbúnað en svo er hann sjálfur fullfær um að ganga frá öllu hinu. Það er bara þannig að í lautarferðum hefur maður köflóttann dúk og almennilegt sett til nota. Svo er undursamlegt fyrir okkur hin að upplifa hinn hiklausa stæl. Flottur Jói.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-06-08/08.10.52/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli