sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Grillaðar paprikur · Heim · Jói fór í lautarferð »

Kajakferð

Sigurður Árni Þórðarson @ 08.06 8/6/04

sjómennskan, já sjómennskanSjómannadagurinn 2004 var kærkominn frídagur og nýttur til bátsferðar. Fjölskyldan var með vinum austur í Árnessýslu og hópurinn fór í kajakferð um síki og sund við Stokkseyri. Það var undursamlegt að damla milli sóleyja, mýrarfláka og fergins. Allir voru glaðir í framan og kátir að ferð lokinni.

Sjómennirnir Elín og Þórður

Elín og Þórður voru í essinu sínu, réru af krafti og skemmtu sér konunglega. Við mælum með kajakferð og síðan veislu á góðum bæjum í Ölfusinu að sjóferð lokinni!

gul sjómennska

Vaskir sjómenn í gulu hvílast áður en lagt er í næsta áfanga.

sólir á jörðu

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-06-08/08.06.51/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli