sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður

« Dýrustu kartöflur á Íslandi · Heim · Kyrrðarstundir »

Lífsstiklur

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.53 19/5/04

“Kom þetta frá mér?” sagði Gosi einu sinni. Sama spurningin hoppar í huga þegar ég set saman skrá um lífsstiklur mínar. Sumar tiplurnar hef ég aðeins snert á handahlaupum, en annars staðar raunverulega stoppað til að vinna. Allt er þetta hluti lífssögu, þó margt sé vissulega undarlegt og næsta fjarlægt. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og áfram verður stiklað meðan líf er gefið. Það er spennandi að upplifa framvinduna. Hér kemur starfs- og menntunarferillinn.

Starfsferill

Prestur við Neskirkju frá 1. maí 2004.

Námsleyfi frá 1. janúar – 30. apríl 2004.

Prestur við Hallgrímskirkju, 15. ágúst – 31. desember 2003.

Verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á vegum Biskupsstofu frá 1. september 2001.

Verkefnisstjóri safnaðaruppbyggingar á vegum Þjóðkirkjunnar 1995-2001.

Fræðslustjóri Þjóðgarðsins á Þingvöllum 1992-95.

Rektor Skálholtsskóla 1986-91.

Sóknarprestur í Staðarfellsprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi 1985-86.

Sóknarprestur í Ásaprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi 1984-85.

Önnur störf

Prófdómari við guðfræðideild HÍ (guðfræði, samstæðileg guðfræði og kirkjusaga). Skipun frá 1. janúar 2006-31. desember 2008.

Í vinnuhóp um rannsókn á trúarlífi Íslendinga. Samvinnuverkefni Gallup, Biskupsstofu og Guðfræðistofnunar. Rannsóknin verður unnin fyrri hluta árs 2004.

Formaður vinnuhóps um símenntun presta 2000-01.

Formaður Samkirkjunefndar þjóðkirkjunnar frá 2001 og verkefnisstjóri samkirkjumála þjóðkirkjunnar.

Framkvæmdastjóri fjölþjóðlegrar ráðstefnu um trú og vísindi: Iceland 2000: Faith in the Future, sem haldin var í Reykjavík í júlí 2000.

Fulltrúi þjóðkirkjunnar í tengslahóp Porvoo-kirknanna (norrænar og baltneskar, lútherskar kirkjur og anglikanskar kirkjur), frá 1999 – 2004.

Afleysingarþjónusta, s.s. Þingvallaprestakall, ágúst-september 2000.

Formaður þjálfunarteymis biskups vegna kandídataþjálfunar 1998-2000.

Fulltrúi þjóðkirkjunnar á aðalfundum Nordisk Ekumeniska Rådet, frá 2000.

Fulltrúi þjóðkirkjunnar á fundum framkvæmdasjóra samkirkjustofnana norrænu þjóðkirknanna frá 1999 – 2003.

Formaður vinnuhóps um erlend samkirkjumál 1999-2001.

Stundakennari á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar 1997-2000.

Stundakennari við guðfræðideild H.Í. 1995-1999.

Félags- og trúnaðarstörf

Í stjórn Kirkjulistahátíðar 2001 og 2003.

Varamaður í stjórn Mannréttindastofu Íslands 2000-2002.

Í stjórn Foreldrafélags Hagaskóla í Reykjavík 2000-2001.

Í stjórn vinnuhóps um nútímaguðfræði á vegum Nordisk Forskerakademi 1991-95.

Í stjórn Menningarsamtaka Sunnlendinga 1990-95, formaður 1993-95.

Í Skálholtsnefnd 1990-91.

Í samstarfsnefnd guðfræðideildar og þjóðkirkjunnar 1989-90.

Meðlimur AAR (American Academy of Religion) frá 1989.

Í barnaverndarnefndum í tengslum við prestsþjónustu 1984-86.

Formaður Félags guðfræðinema 1977-78.

Í stjórn KSF, Kristilegs stúdentafélags, 1974-76, formaður 1975-76.

Fulltrúi nemenda á deildarfundum guðfræðideildar Háskóla Íslands 1974-75.

Í stjórn KSS, Kristilegra skólasamtaka 1972-73.

Menntun

Doktorspróf, Ph.D. 1989, frá Vanderbilt University, Nashville, Tennessee í Bandaríkjum Norður Ameríku. Sérsvið trúfræði og heimspeki Vesturlanda 1700-1980.

Framhaldsnám í guðfræði- og heimspekisögu (Post-Enlightenment history of Religious Thought) við Vanderbilt University, M.A. 1984.

Cand. theol. frá Háskóla Íslands, 1979, ágætiseinkun, 9.10.

Nám við Menighetsfakultetet og Indremissionsselskabets Bibelskole í Osló, 1973-74.

Námskeið í þýsku í Goethe Institut í Staufen 1974 og í Mannheim 1980.

Stúdent frá M.R. 1973. Grunnskólar: Melaskóli og Hagaskóli.

url: http://sigurdurarni.annall.is/2004-05-19/14.53.48/

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli