sigurðurárni.annáll.is

AnnállBænircvGreinarLitlibærMataruppskriftirMyndirPistlarPrédikanirSkírnÚtfararræður
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Sprengjusaga

Sigurður Árni Þórðarson @ 21.50 8/7

IMG_0708Tólf tonna hitatankur í kjallara sprakk og húsið var sem rúst á eftir. Loftið yfir hitaklefanum splundraðist og hæðirnar fyrir ofan. Stór hluti þaksins hvarf út í nóttina. Steypuhlutar úr gólfum og veggjum flugu hátt í loft upp og grófust svo í jörðu þar sem þeir komu niður. En hvað um fólkið í húsinu? Hvaðan kemur hjálp? ég heyrði hrífandi og hræðilega sögu upp á Skaga og hún var sögð og íhuguð í Neskirkju í hugleiðingu 8. júlí, 2012. Að baki þessari smellu er bæði hljóðskrá og texti hugleiðingarinnar.

Hvernig er sjónin

Sigurður Árni Þórðarson @ 10.10 2/7

Það skiptir máli hvernig við kjósum, hvernig stjórnmálamenn, hvernig forseta, áhrifavalda og kennimenn. Við eigum að temja okkur andlegt hreinlæti og sjá Guð í öllu fólki. Prédikun 1. júlí 2012 fjallaði um lífsleikni. Texti og hljóðskrá einnig eru að baki þessari smellu.

Ljóð landsins

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.59 17/6

Þjóð okkar var sem sveinninn og stamaði: Við vorum þjóð, við vorum menn, við áttum reisn, við vorum skáld. En ekkert gerðist, draumurinn um ljóðið lifði, um rismikla mennsku, skapandi sjálfstæði, kyngi orðs. Hér liggur skáld, hér liggur þjóð. Undrið varð. Prédikun á þjóðhátíðardegi, 17. júní 2012, sem er annar sunnudagur eftir þrenningarhátíð er að baki smellunni bæði í textaútgáfu og hljóðútgáfu.

Dóra Ketilsdóttir – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 18.36 14/6

Dóra Ketilsdóttir2-1Doja var gjafmild. Hún gaf af sér og gaf öðrum. Og svo er gjöf í nafninu hennar líka. Á grískunni þýðir dora einfaldlega gjöf, svo hún bar nafn með rentu. Gjafmildi og gjafageta einkenndi Doju – hún var Dóra – kona gjafanna í lífinu. Og hvernig er nú boðskapur kristninnar, boðskapur Jesú, skilaboð Guðs? Litla Biblían í Jóhannesarguðspjalli hljóðar svo: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Áfram…

Má bjóða þér á stefnumót?

Sigurður Árni Þórðarson @ 12.50 14/5

Þau fara á stefnumót á hverju sunnudagskvöldi til að næra ástina. Þau halda upp á ástarafmælin, taka frá tíma hvort fyrir annað og passa sig á að láta ekki annir, vini, áhugamál eða börn skerða frátekinn hjónatíma. Þau vanda sig í hjúskapnum og vita að það þarf að skipuleggja ástarlífið vel til að það blómstri. Ári eftir hjónavígslu komu þau í viðtal og fengu uppherslu hjá prestinum. Pistill minn í Fréttablaðinu 14. maí fjallar um hjónalífið. Hægt er að nálgast hann að baki smellunni.

Anna Ósk Sigurðardóttir – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.06 10/5 + 1 ath.

Anna Ósk SigurðardóttirHljóðskrá – upptaka minningarorða, 10. maí 2012.

Af hverju ríkir þessi jákvæðni? Af hverju talar fólkið hennar Önnu svona vel um hvert annað? Af kynnum af fjölskyldu hennar hefur mér lengi verið ljóst, að einhver lind hlýtur að næra þá mannvirðingu, sem kemur fram í þessu fólki og hvernig þau umgangast hvert annað. Það er engin knýjandi þörf að búa til helgimynd af fjölskyldunni og lýsa þessu fólki sem flögrandi englum. Þau geta alveg hnippt í hvert annað, skemmt um hið kostulega og kátlega, en þau standa saman og með jákvæðni. Hvað er það sem veldur?

Áfram…

Magnús Vilhjálmsson – minningarorð

Sigurður Árni Þórðarson @ 12.13 14/3

Magnús VilhjálmssonGóðir smíðisgripir heilla. Timburskipin voru mörg listasmíð. Fagurt handverk leitar á hugann og laðar fram tilfinningar. Fallegir smíðisgripir vekja aðdáun. Og það er eitthvað stórkostlegt við það sem vel er gert, höfðar til dýpta í okkur, opnar sál og dekrar við vitund. Fegurðarskyn fólks er vissulega mismunandi en í öllum mönnum býr geta til skynjunar og túlkunar hennar. Og þessi geta er okkur gefin í vöggugjöf. Trúmenn sjá í henni gjöf Guðs. Þegar við lútum að hinu smáa getum við séð stórkostlega dvergasmíð í blómi, daggardropa, regnboga, fjöllum, ám og vötnum og litaspili náttúrunnar. Og í náttúrunni er verið að hanna, laga, móta og búa til dýrðarveröld. Börn allra alda leggjast á bakið á dimmum nóttum til að stara upp í næturhimininn og upplifa, horfa á stjörnur blika, stjörnuhrap teikna línu á hvelfinguna, sjá hvernig stjörnurnar raðast í kerfi. Áfram…

Fjögur þúsund flettingar

Sigurður Árni Þórðarson @ 22.56 26/1

Miðlun á vefnum er mikilvæg fyrir alla, kjörmenn, kirkjuvini og líka biskupsefni. Því var stuðningsvefurinn www.sigurdurarni.is gerður. Það tók ekki nema tvo daga að vinna grunn vefsins, enda máttarfólk að baki. Og margir vildu skrifa. Svo var vefurinn opnaður síðdegis mánudaginn 23. janúar. Til hliðar urðu til fálmarar og tól á facebook, twitter, youtube, myndhlaða á Flickr og auðvitað netföng og annað sem er hluti heimasíðu. Áfram…

Ég býð mig fram til biskupsþjónustu

Sigurður Árni Þórðarson @ 15.25 20/1

sigurdur arniÉg býð mig fram til biskupsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar.

Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Ég hef stundað nám í guðfræði á Íslandi, Noregi og Bandaríkjunum.

Helstu stefnumál mín um framtíðarkirkjuna eru að baki áframsmellunni. Áfram…

Meira vín – meira fjör

Sigurður Árni Þórðarson @ 17.14 15/1

Kirkjur Íslendinga eru flottar og margar gríðarleg steinkeröld. Þeim er þörf anda, hins guðlega anda. Af sjálfri sér og brjóstviti sínu er kirkjustofnun ekkert annað en smáveisla, sem þarf kraftaverk til að umbreyta í veislu himinsins. Prédikun mín á 2. sunnudgi eftir þrettánda, 15. janúar 2012, er að baki þessari smellu, bæði texti og hljóðskrá. Þú getur lesið eða hlustað, en auðvitað bæði lesið og líka hlustað samtímis.

Má bjóða þér hamingjutíma?

Sigurður Árni Þórðarson @ 22.22 1/1

Guð þorir. Í djúpi kristninnar er boðskapur um að Guð tekur upp á hinu óvænta og leggur sig í hættu vegna lífsins. Kristin trú er ekki átrúnaður hins læsta heimskerfis. Guð er hefur áhuga á að skapa líf en ekki kerfi. Þú mátt lifa í þeim anda, hugsa hættulegar hugsanir og þora. Má bjóða þér hamingjutíma? Prédikun  á nýársdegi, 2012, er að baki smellunni.

Karlar sem hata konur og karlar sem elska

Sigurður Árni Þórðarson @ 13.46 26/12

Bönnum lausagöngu karltrölla í almannarýminu. Skoðum manndóm og karlmennsku Jósefs. Hann var ekki maður með allt vitið útvortis í vöðvum, heldur vitur maður sem þorði. Prédikun Sigurðar Árna á 2. jóladag 2011 er að baki þessari smellu.

Ég elska þig

Sigurður Árni Þórðarson @ 14.44 25/12

Stærsta lífsgjöfin er: “Ég elska þig.” Guð elskar – tjáir þér alltaf, á öllum stundum lífsins, á álagstundum, á hátíðum, með börnum, í makafangi og alls staðar: “Ég elska þig. Mig langar til að vera þinn og langar til að þú sért mín og minn.” Til þín – Frá þeim sem elskar þig. Prédikun í Neskirkju kl. 18 á aðfangadag er að baki þessari smellu.

Hver ert þú?

Sigurður Árni Þórðarson @ 12.17 19/12

Jólasveinarnir koma í röðum þessa dagana. Þeir tjá svo sannarlega eftirtekarverðan boðskap. Svo er Jóhannes skírari til íhugunar á fjórða sunnudegi í aðventu. Hvað eiga jólasveinar, Jóhannes og við sameiginlegt? Spurninguna: Hver ert þú? Og við megum gjarnan reyna að svara. Prédikun mín, 18. desember, 2011, sem var 4. sunnudagur í aðventu er að baki þessari smellu.

Líf úr rosa

Sigurður Árni Þórðarson @ 21.36 21/11

Hvað sleit þér mest í tengslum við ástvini þína, foreldra, börn, maka, vini? Hvað hafði dýpst og sterkust áhrif á tilfinningar þínar og líðan? Hver er krísan – hver er lausnin? Prédikun í Neskirkju síðasta sunnudag kirkjuársins, 21. nóvember 2011, er að baki smellunni.

« Fyrri færslur  

© sigurðurárni.annáll.is · Færslur · Ummæli